Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 208
206
Gunnar Harðarson
bundin. Það er því líklegt að í náttúruskynjuninni komumst við nær raunveru-
legri tilfinningalegri upplifun fornskáldanna. Kenningin sem hér er sett fram er
sú að ef ekki væri gert ráð fyrir skynjun náttúrufegurðar, misstu kvæðin áhrifa-
mátt sinn, því að það er einmitt með því að nota myndir úr náttúrunni sem
skáldin leitast við að vekja hrifningu áheyrandans. Fegurð náttúrunnar er sam-
eiginlegur snertipunktur sem skáldin geta gengið að vísum í vitund áheyrenda
sinna.
Við skulum nú huga nánar að þessu atriði. Hvers konar náttúruskynjun er hér
á ferðinni? Hvaða auðkenni í fari náttúrunnar skynjar skáldið sem fegurð og
hvernig beitir það þeim til að hrífa lesandann í skáldskap sínum?
Við skulum líta á nokkur dæmi. Tökum Austurfararvísur eftir Sighvat.
Hvernig er skynjun hans háttað samanborið við aðra? Fyrst þetta:
Kátr var ek opt þá er úti
örðigt veðr á fjörðum
vísa segl í vási
vindblásit skóf Strinda,
hestr óð kafs at kostum
kilir ristu haf Lista,
út þá er eisa létum
undan skeiðr at sundi.
En við sjáum sömu atriðin hjá öðrum skáldum:
Vér höfum vaðnar leirur
vikur fimm megingrimmar;
saurs vara vant, er várum,
viðr, í Grímsbæ miðjum;
nú er þat er más of mýrar
meginkátliga látum
branda elg á bylgjur
Björgynjar til dynja.
Þessi dæmi verða að nægja hér, af nógu er að taka. Vert er að gefa því gætur að
það er byrinn sem orkar á skáldið. Hann er að vísu gagnlegur, því verður ekki
neitað, en tilfinningin sem lýst er virðist ekki beinast að nytseminni, heldur
fjörinu, veðurofsinn er skemmtilegur, heillandi. Þeim hefur fundist gaman að
sigla þegar hvein í reiðanum og skipið byltist í hvítfyssandi öldunum: Kátr var
ek opt, segir Sighvatur, meginkátlega segir hitt skáldið. Annað frægt skáld, Egill