Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 213
„Nú er hin skarpa skálmöld komin“
GUÐRÚN NORDAL
I
Draum- og vitrunarkveðskapur varð fyrirferðarmikil skáldskapargrein á mið-
öldum og sérstaklega á tólftu og þrettándu öld. Draumar báru í sér allegóríu1
og því var trúað að væri hún túlkuð rétt væri gerlegt að komast nær djúpstæðum
sannleik og innra samhengi hins veraldlega lífs. Draumsýnir voru vel fallnar til
að koma skipulagi á sundurleysi og þversagnir veruleikans og tvíbeitt formið gaf
skáldunum ennfremur tækni til að varpa hulunni af hinu óræða, án þess þó að
segja nokkuð berum orðum. Oftast var um að ræða kveðskap um helvíti og
himnaríki, þar sem skáldið var í draumi leitt í allan sannleika um dásemdir
eilífrar sælu. Njótandi þessa kveðskapar varð að takast á við hið tvíræða mál, er
þar var beitt og ráða þurfti sem rúnir. Að þessu sinni er enginn kostur að rekja
nákvæmlega þær heimspekilegu hugmyndir, sem liggja hér að baki, en mikilvægt
er að hafa þessi órjúfanlegu tengsl á milli allegóríu og draums í huga, þegar efni
drauma frá miðöldum er skoðað.2
I íslenskum kyeðskap frá tólftu öld er hægt að merkja einkenni, sem berg-
mála sömu hugmyndir og koma fram í erlendum vitrunarkveðskap. Af eldri
kvæðum er Völuspá vitanlega elsta og merkasta kvæðið af þessari tegund.
Völvan, hin óræða spákona, flytur forspá sína með tvíræðu tungutaki. Sólar-
Ijóð, sem Foote hefur nýlega gefið í skyn að kunni að vera ort á tólftu öld,3
spretta einnig upp úr þessum hugarheimi, þar sem skáldið líður um heima alla,
helvíti og loks til himna. Onnur kvæði sem slá á svipaða strengi eru Geisli
Einars Skúlasonar og Harmsól Gamla kanoka, er einnig bera angist veraldlegs
lífs og pínu í hinu neðra saman við dýrð himnanna. Einnig er athyglisvert að
skoða samhliða þessum trúarkvæðum þær vísur sem kenndar eru Gísla
Súrssyni í Gísla sögu. Þær fjalla einmitt um togstreituna milli hins góða og illa,
milli helvítis og himnaríkis, í líki draumkvennanna tveggja, en færð hafa verið
fyrir því rök, að þær eigi heima í félagsskap tólftu aldar kveðskapar.4 Munkur-
inn Gunnlaugur Leifsson, í þýðingu sinni á spá Merlínusar eftir Geoffrey frá
Monmouth, Merlínusspá, notar (um 1200) einnig ragnarakaorðtak Völuspár. I
lok þess kvæðis er reyndar skýrð réttlæting kaþólsks höfundar á torræðum
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990)
211