Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 214
212
Guðrún Nordal
véfréttarkveðskap með því að kalla til fulltingis fordæmi Daníels spámanns og
Davíðs konungs.5
Það virðist kannski glannalegt að tala um öll þessi kvæði sem vitrunarkveð-
skap. En ég vil leggja á það áherslu að þau eru öll sýnir, skáldlegar eða torræðar,
hvort sem þær fela í sér spádóm eða opinberun um annað líf. Og þó slík hugar-
ljómun sé ekki römmuð inn í draum eða vitrun, vil ég gera því skóna að þessi
kveðskapur tengist efni þeirra draumvísna á þrettándu öld, sem hér verða
gerðar að umtalsefni. Ég vil taka það skýrt fram að ég nefni þessi örfáu kvæði
sem fulltrúa hugmynda, er ríkjandi voru í kaþólskum kveðskap og sem örugg-
lega koma úr bókum. Við getum því, með öðrum orðum, tímasett upptök
þeirra. I íslenskum fornsögum ber ekki á þessum sérstaka tjáningarmáta fyrr en
seint á þrettándu öld. En tímasetning þeirra er auðvitað óljós og yfirleitt ótækt
að fastsetja hvenær eða hvaðan áhrif spretta, því smekkur og bakgrunnur
skálda réði kannski mestu um sérkenni sagna.
Draumvísur, eða það sem skáld kveður í draumi eða vitrun, er samkvæmt
skilgreiningu ekki hægt að eigna neinum lifandi karli eða konu. Glendinning
hefur þó reynt að beita skynsamlegum rökum, byggðum á sálarvísindum, og
bendir á að fólk dreymi einungis í myndum. Af þeim sökum opinberist draum-
vísur í Sturlungu (hann ræðir einungis um Islendinga sögu) óþekktum persón-
um og því séu þær rödd almúgans fremur en einstakra manna. Þær séu til-
búnar.6 Sagnritarinn leggur því í munn þessa óþekkta dauða fólks sínar eigin
skoðanir.
Það er alkunna að fyrirburðarvísur eru sérstaklega fyrirferðarmiklar í Is-
lendinga sögu. Glendinning hefur réttilega bent á að Sturla noti drauma einkum
fyrir voðaatburði eða örlagaríka viðburði til að leggja siðferðilegan dóm sinn á
þá, eins og t.d. fyrir bardaga höfðingjanna gegn Guðmundi biskupi Arasyni
árið 1209, fyrir Bæjarbardaga árið 1237 og Orlygsstaðabardaga árið 1238, og
loks í draumum Jóreiðar árið 1254/ Pétur Sigurðsson hefur staðhæft að megin-
hluti draumvísna í Islendinga sögu hafi ekki verið í upprunalegri sögu Sturlu,
heldur hafi þeim verið bætt inn í söguna við samsetningu Sturlungu.81 þessari
athugun verður sérstaklega litið á þær draumvísur sem örugglega eru taldar
tilheyra frumgerð sögunnar. I fyrstu verður farið fljótt yfir sögu, en síðan
staðnæmst við fimm drauma frá árunum 1237-8 í nokkrum smáatriðum, bæði
til að draga fram einkenni hverrar vísu og merkingu hennar innan sögunnar, og
til að tengja þennan draumkveðskap við fyrri tíma skáldskap, sérstaklega þau
kvæði sem ég hef nefnt vitrunarkveðskap.