Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 215
„Nú er hin skarpa skálmöld komin
213
II
1. Draumar um 1205-1209
Fyrsta draumvísa sögunnar er kveðin í draumi Egils Halldórssonar á Borg á
Mýrum. Egill Skalla-Grímsson heimsækir frænda sinn í draumi um þær
mundir sem Snorri Sturluson ætlar að flytja þaðan búferlum og reisa sér bú í
Reykjaholti. Draumurinn hljóðar svo:
Egil dreymdi að Egill Skalla-Grímsson kæmi að honum og var mjög ófrýnilegur.
Hann madti: „Ætlar Snorri frændi vor í brott héðan?" „Það er satt“, segir Egill. „Það
gerir hann illa“, segir draummaðurinn, „því að lítt hafa menn setið yfir hlut vorum
Mýramanna þá er oss tímgaðist og þurfti hann eigi ofsjónum yfir þessu landi að sjá.“
Egill kvað vísu:
Seggr sparir sverði að höggva.
Snjóhvítt er blóð líta.
Skæröld getum skýra.
Skarpr brandr fékk þar landa,
skarpr brandr fékk mér landa.9
I þessari vísu er ekki aðeins fólgin gagnrýni á gerðir Snorra, heldur er ádeilan
miklu almennari. Eitt megineinkenni heimsádeilukveðskapar, samlíking fornrar
mektaraldar og kotungslegrar samtíðar, sem var samanburður er samtíðin kom
ávalt slaklega út úr, er áberandi í vísunni. Áður fyrr réðu garpar fyrir löndum, en
nú eru blauðir menn við stjórnvölinn. Myndin „snjóhvítt er blóð líta“, er
hnitmiðuð lýsing á heigulshætti Snorra. Egill sér ekki einungis vankanta á sam-
tíðinni, heldur lætur fylgja áhrínsorð um framtíðina: „skæröld getum skýra“.
Lýsing Sturlu Þórðarsonar á Snorra í Islendinga sögu á sér grunn í þessum
draumi. Hann er ekki einungis gagnrýndur fyrir heigulshátt, heldur ágirnd og
græðgi, sem voru þau persónueinkenni Snorra, er Sturla túlkar sem rót ógæfu
hans í öllum persónulegum og pólitískum samböndum hans, sérstaklega í
samskiptum við ættmenni sín. Með því gera sjálft höfuðskáldið og forföður
Sturlunganna Egil Skalla-Grímsson að málsvara sínum verður ádeilan enn
beittari (sérstaklega ef við föllumst á Snorra sem höfund Eglu). Draumurinn
stendur því í sambandi við heildaruppbyggingu sögunnar af hálfu Sturlu.10
Árið 1206 hófst deila Kolbeins Tumasonar og Guðmundar biskups Ara-
sonar, er náði hápunkti í falli Kolbeins árið 1208. Höfðingjar sameinast í að
hefna vígsins og ráðgera að ráðast að Guðmundi og fylgdarliði hans. Rétt fyrir
bardagann á Hólum dreymir mann í Skagafirði „að hann þóttist koma í hús eitt
mikið. Þar sátu inni konur tvær blóðgar og reru áfram. Honum þótti rigna
blóði í ljórana“.n Þær kveða vísu, þar sem fram kemur að þær eru valkyrjurnar
Gunnr og Göndul og líta þær fram til bardagans þar sem þær verða „blótaðar
og bölvaðar". Á sama tíma dreymir mann á Vestfjörðum að hann komi inn í