Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 216
214
Guðrún Nordal
litla stofu „og sátu upp menn tveir svartklæddir og höfðu gráar kollhettur á
höfði og tókust í hendur. Sat á sínum bekk hvor og reru svo hart að þá reiddi til
falls og ráku herðarnar á veggina.“12 Þeir kveða vísu, þar sem segir: „verk munu
upp innast á efsta dómi“. Glendinning hefur rökstutt rækilega að þessar tvær
sýnir undirstriki siðferðilegan grunntón þess bardaga, er í hönd fari á milli
höfðingjanna, þ.e. milli hins forna höfðingjavalds (sem valkyrjurnar eru
fulltrúar fyrir) og kristninnar, sem er tákn nýs tíma (í gervi draummanna, er
minna á munka). Vísa þeirra bergmálar dómsdag og á þeim degi verður loka-
sigur biskupsmanna unninn.13
Þannig tekur Sturla skýra afstöðu með Guðmundi í þessum bardaga (sem
Guðmundur í raun tapar) án þess að segja það nokkurn tíma berum orðum.
Þessar tvær draumvísur sýna vel vald Sturlu á efni sínu, því valkyrjudraumur-
inn birtist í heimabyggð biskups, en munkarnir opinberast hinum vestfirska.
En það er einmitt Vestfirðingagoðinn Þorvaldur Snorrason, sem er í farar-
broddi mótstöðumannanna. Myndmál þeirra, sérstaklega hinnar fyrri, er í
líkingu við orðalag spádómakveðskapar, s.s. Völuspár og Merlínusspár, blóð-
regn er alþekkt í írskum sögum, og hefur jafnvel ratað inn í heilagramanna-
sögur, eins og Tómasar sögu Beckets, sem var vinsæl á Islandi á þrettándu öld.
2. Tveir draumar árið 1237
Ekkert er vitnað í draumkveðskap í sögunni á milli áranna 1209 og 1237, en
draumar og ýmiskonar fyrirboðar eru auðvitað mikilsvert frásagnartæki
höfundar. En þegar sögunni víkur að atburðum ársins 1237 fjölgar mjög skráð-
um fyrirburðum í landinu. Sókn Sturlu Sighvatssonar er í algleymingi. Hann
hefur unnið bug á frænda sínum og erkiandstæðingi, Snorra Sturlusyni, og situr
nú í Reykjaholti. Þá tekur að draga sundur með honum og frænda hans og
nágranna Þorleifi Þórðarsyni. Þegar Sturla vitnar í þá tvo drauma, er næst verða
athugaðir eru Guðmundur biskup Arason og faðir sagnaritarans Þórður
Sturluson látnir, en Sturla hafði beitt vitnisburði þeirra til að klæða frásögnina
í siðferðilegan búning. Fyrir bardaga frændanna skýrir hann frá tveimur yfir-
náttúrulegum heimsóknum, sem Hafliði Höskuldsson, bróðir Sighvats auðga
(þeir bræður eru báðir óþekktir) varð fyrir. Sagan segir:
Hann [Hafliða] dreymdi um veturinn eftir jól þá er Melaför var að hann var úti
staddur á Kolbeinsstöðum. Þar átti hann heima í Haugatungu. Hann sá að leikur var
sleginn þar skammt frá garði og voru karlar einir að. Það var knattleikur. Þá gekk
gráklæddur maður mikill ofan frá Mýdal og biðu þeir þess að leiknum. Þeir fréttu
hann að nafni. Hann kvað:
Kár kalla mig
em eg kominn héðra,
heim að skelfa
og hugi manna,