Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 218
216
Gubrún Nordal
Vágesturinn býður þeim knött svo karlarnir geti hafið leik sinn. En knötturinn
reynist banvænn steinn. Oll regla riðlast og skipulag leiksins brestur. Enn
kemur Völuspá upp í hugann: „mun engi maðr Qðrom þyrma.“21 Og leik-
mennirnir falla hver fyrir öðrum:
Hafliða dreymir annan draum skömmu síðar:
[hjann þóttist vera í Fagraskógi og þóttist sjá upp eftir Hítardal og sá ríða ofan eftir
dalnum flokk manna. Kona fór fyrir liðinu mikil og illileg og hafði dúk í hendi og á
rauftrefur niður og blæddi úr. Annar flokkur fór á mót þeim frá Svarfhóli og
mættust út frá Hrauni og börðust þar. Kona þessi brá dúkinum yfir höfuð þeim og
er raufin kom á hálsinn þá kippti hún höfðinu af hverjum þeirra. Hún kvað:
Veg eg með dreyrgum dúki,
drep eg menn í hyr þenna,
en hlægir mig eigi,
ill vist þar er þeir gista.22
Ekki er þessi draumgestur Hafliða viðkunnanlegri. Lýsingin á konunni með
dúkinn er óneitanlega sérkennileg. Rauftrefur virðist merkja „kögur með
stórum möskvum (raufum) upp við dúkinn“,23 en myndin er ógreinileg. Ekki
er um auðugan garð að gresja þegar leitað er samanburðar í næsta nágrenni við
Sturlu.24 Þó kemur upp í hugann kvæðið Darraðarljóð í Njálu. Það kvæði er
talið af írsku bergi brotið og ort um 1014.1 kvæðinu er skýrt frá sýn Darraðar,
er sér inn í hamar þar sem nokkrar konur (líklega valkyrjur) vefa nokkurs
konar örlagavef á sama tíma og Brjánsbardagi fer fram. Þær kveða langt kvæði
og í einni vísunni segir m.a.:
Sjá er orpinn vefr
ýta þprmum
ok harðkléaðr
hpfðum manna;
eru dreyrrekin
dorr at skgptum
járnvarðr yllir,
en Qrum hrælaðri
skulum slá sverðum
sigrvef þenna.23
Þetta er þó undarlegt megi virðast nákvæmasta lýsingin á vefstól sem til er frá
elleftu öld, en ekki er lýsingin frýnileg.26 Vefurinn er búinn til úr görnum
manna og mannshöfuð koma í stað steina, þ.e. kljáanna. Orðlagið er ekki líkt í
draumvísu Hafliða og í Darraðarljóðum, en þó er margt sem bendir til
hugmyndatengsla. Konan í draumnum er bersýnilega valkyrja,27 þar sem hún
fylkir liði og vegur menn í bardaganum. Dúkurinn, afurð vefstólsins, er vopn
hennar og má hugsa sér hið tætingslega og dreyruga kögur sem þarmana, er
hanga neðan úr dúknum. Það sem gerir örlagavef valkyrjanna sérstaklega frá-
hrindandi eru mannshöfuðin, sem hanga niður undan. Draumkonan notar