Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 219
Nú er hin skarpa skálmöld komin
217
einmitt vefinn til að hálshöggva menn, svo að hausarnir fjúka. Ekki hef ég enn
fundið nokkurn annan draum í íslenskum fornsögum, er líkist þessari torráðnu
mynd og finnst mér líklegt að Darraðarljóð, eða einhver svipuð sögn, sé hér í
bakgrunninum.
Fyrsta vísuorð kvæðisins hnykkir á gerðum draumkonunnar. Notkun orðs-
ins hyr í annarri línu, sem er algengt orð í gull- og vopnakenningum og merkir
eldur, er athyglisvert.28. Merkingin er líklega tvíræð; bæði eldur sem logar í
bardaganum og vítiseldurinn. Kerlingin hrindir mönnum beint niður í helvíti
og slík túlkun orðsins er enn betur rökstudd, þegar hún mælir síðasta vísu-
orðið: „ill vist, þar er þeir gista“. Gisting eða gististaður er algengt nafn á
hinum eilífu bústöðum.29 Vísan spáir því aldurtila og helvíti.
Þessar tvær sýnir Hafliða verður að skoða saman. Þær eiga báðar rætur í
ragnarakalýsingum og bardagaspám, en endurspegla ekki síður dómsdags-
lýsingar og hugmyndir um helvíti, sem tólftu aldar kveðskapur er svo auðugur
af, er hræða og vekja óhug. Sá bardagi sem þessir ítarlegu draumar boða er
Bæjarbardagi, þar sem Sturla Sighvatsson gekk hart að mönnum Þorleifs
Þórðarsonar í kirkjugarðinum. Eins og Glendinning hefur sýnt undirstrika
þessir draumar vissulega siðferðilegan dóm um þessa atburði.30 En þeir eru
framar öllu uppfullir af torræðum tilvísunum í trú þeirra sjálfra, bæði rótgróna
forlagatrú og kaþólskar hugmyndir um dómsdag.
3. Þrír draumar frá árinu 1238
Árið 1238, þegar Gissur Þorvaldsson hefur sloppið úr greipum Sturlu Sighvats-
sonar eftir fund þeirra á Apavatni og Gissur hefur hafið liðssafnað, dreymir
óþekkta konu á Munkaþverá að maður kemur að henni og kveður þessa vísu:
Saman dragast sveitir,
svellr órói.
Varir mig og varir mig
að viti Sturla.
Ætla lýðir,
þótt á laun fari,
kemr vél fyrir vél,
vélar að gjalda.31
I draumvísum leynast tíðast ýmsar merkingar. En þessi vísa er einföld, bæði að
formi og efni. Hún skýrir frá þeirri leynd sem hvíldi yfir liðssafnaði Gissurar.
Það er einungis endurtekningin „varir mig og varir mig“, sem vekur hugboð
um þá spádóma, sem algengir eru í valkyrju- og völvukveðskap. I vísunni er
skapað andrúmsloft bardaga. Það hefði verið freistandi að varpa fram þeirri
hugmynd að skáldið leiki sér með orðið lýðir, sem merkir ormur.32 Sú til-
vísunin ætti vel við Miðgarðsorm, þar sem hann býst við að hreyfa sig til að
hefna svika Ásanna í Ragnarökum. En það orð er hindrar slíka túlkun er auð-