Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 220
218
Guðrún Nordal
vitað sögnin œtla sem stendur í fleirtölu. En myndin af Gissuri í líki ormsins,
sem hefnir tálráða Sturlu á Apavatni, því „kemur vél fyrir vél“, á þó hnyttilega
vel við aðdraganda Orlygsstaðabardaga.
Stuttu síðar dreymir mann í Borgarfirði:
... að maður kæmi að honum mikill og illilegur og kvað þetta:
Sumar munat þetta
svarflaust vera,
rýðr rekka sjöt
rauðu blóði.
Her mun finnast
fyrir hraun ofan.
Þar mun blóð vakið
betra en ekki.33
Fyrsta vísuorðið merkir að sumarið líði ekki án ófriðar. Nafnorðið svarf virðist
óþekkt í þessari merkingu í íslenskum kveðskap, en sagnorðið svarfa í merk-
ingunni „að eyðileggja“ kemur fyrir í kveðskap Egils.34 Rekka sjöt er algeng
kenning, en merking hennar er tvíþætt: annars vegar heimili og bú manna, eða öll
veröldin. Og þau eru roðin blóði. Við erum orðin vön blóðugum skúrum eða
dreyrugum himni, sem undanfara voðaatburða og jafnvel ragnaraka.
Fyrsta orðið í síðara hluta vísunnar her merkir bæði herlið eða mannfólkið
í landinu.35 Skáldið leiðir því huga lesandans ekki einungis að örlögum bar-
dagamannanna, heldur íhugar ennfremur áhrif atburðanna á aðra landsmenn.
Staðurinn sem fólkið hópast saman á er fyrir hraun ofan. Þessi lýsing á ekki við
staðhætti á Örlygsstöðum og því er merkingin torrræð.36 Orðasambandiðyýr
ofan er algengt í eddukvæðum og í þessum orðum er gefin hugmynd um
óljósan stað fyrir ofan hraunið: ofan jarðar. I hrauninu felst eldurinn. I leiðslu
Rannveigar í Guðmundar sögu, er hún dregin yfir hraun og steina þar sem
helvíti er undir niðri.37 En hver er þessi staður? Á þeim stað verður vakið betra
blóð. Að vekja blóð er háttur varga, eins og Björn M. Ólsen bendir á í athuga-
semdum sínum við Sólarljóð.38
Áður en lengra er haldið er vert að minnast spádóms Guðmundar biskups
Arasonar um örlög Sighvats Sturlusonar og sonar hans Sturlu stuttu fyrir
andlát hans árið 1237.: „Hann kvað fáa vetur mundu líða áður mótgangsmenn
hans mundu hendur á leggjast og þeirra afkvæmi og drepast niður sem vargar,
kvað þar mundu mest eftir verða er þá var mestur uppgangurinn.39" Hann líkir
Sturlu og Sighvati einmitt við blóðþyrsta varga. Skoðum nú áttugasta erindi
Sólarljóða, sem fyrrgreind skýring Björns M. Ólsens á við:
Bölvi hverju,
þeir belt hafa
Sváfr og Sváfrlogi