Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 224
222
Gubrún Nordal
Þórðar sögu kakala, sem þó eru samdar um svipað leyti og Islendinga saga. Hér
var því augljóslega ekki um viðtekna hefð að ræða á síðari hluta þrettándu
aldar, heldur ákveðið val þess höfundar, er ritaði söguna.
Áður en ég lýk þessari hugleiðingu er ef til vill ekki úr vegi að líta stuttlega
til þess sagnaflokks sem gnæfir yfir Sturlungu, Islendingasagnanna. Þar er í
fljótu bragði ekki um mikið samanburðarefni að ræða, þó að draumar væru
mikilsvert frásagnartæki, bæði til að njörva byggingu sögu niður og leiðbeina
lesandanum í túlkun sinni á atburðum hennar. Og ekki má gleyma þeim ótal
dæmum, þar sem einhver hrekkur upp af draumi og andvarpar: „betra þykki
mér dreymt en ódreymt“ Því var trúað að í draumum væru fólgnir lyklar að
framtíðinni ef rétt var rýnt og ef sá sem dreymdi var í stakk búinn til að nema
boðskap hans. En kveðskapur, sem á rætur í hugmyndum um endalok heimsins
og um yfirvofandi reikningsskil, er vandfundinn. í Heiðarvíga sögu segir frá
Þorbirni Brúnasyni, sem skýrir frá draumi, er vekur honum óhug. Hann segir
frá tveimur vísum, sem hann minnist að hafa kveðið í draumnum.52 Þær eru
hefðbundar lýsingar á bardaga, en það sem gerir þær óvenjulegar er að sköpun
þeirra tilheyrir draumaástandinu og því eru þær hluti draumsins. Sú saga sem
segir rækilegast frá blóðugum draumum og sýnum, er auðvitað Gísla saga
Súrssonar. Þar takast á hin góða og vonda draumkona. Eg hef áður vikið að
þeim möguleika að vísur Gísla hafi verið ortar á tólftu öld.53 I Laxdælu og Eyr-
byggju kveða hekla, mannshöfuð eða fylgja vísur, en þó að í Eyrbyggju séu
fordæðisatburðir, eins og Fróðárundur og líflegur draugagangur, er ekki slíkan
vitrunarkveðskap að finna.54
En sú saga sem líkist Islendinga sögu mest hvað þetta varðar er Njdla. Það er
merkilegt að sú saga inniheldur Darraðarljóð og þrjár aðrar draumvísur, fyrir
utan mikið af fyrirburðum, draugkveðnum vísum og sýnum.55 Höfundurinn
notar draumformið til hins ýtrasta. í Njálu er athyglisvert hve mikill hluti
bundins máls á rætur sínar að rekja til þess óræða ástands, þegar fólk er milli
svefns og vöku, í draumi eða jafnvel annars heims.
Það er eftirtektarvert að tvíræður vitrunarkveðskapur ortur tíðast undir
eddukvæðaháttum, sem er mjög ólíkur að efni hefðbundnum dróttkveðnum
lausavísum, er ekki algengur í íslendingasögum eða Sturlungu. í Islendinga
sögu og Njdlu er honum beitt af mestri dirfsku og öryggi. Höfundarnir blanda
saman ólíkum efnivið og meitla hann í eina heild. Hér rennur kveðskapur, sem
á rætur í kristni, heiðni og forlagatrú, saman við yfirvegaðar frásagnir af
átökum íslensks miðaldasamfélags. Hvort hægt sé að nota draumvísur sem
ábendingu um sköpunartíma sagna er auðvitað vafasamt. En þessar tvær sögur,
sem eru samdar svo til á sama tíma, sýna viðhorf rétt eftir lok þjóðveldisins.
Sturla Þórðarson túlkar örlagaatburði Sturlungaaldar í gervi kveðskapar, sem er
torræður og alls ekki kenndur við nokkurn lifandi mann, og svipaðri aðferð
beitir höfundur Njdlu. Það má hugsa sér að þessir tveir snjöllu höfundar hafi af
ásettu ráði leitað fyrirmynda út fyrir hinn hefðbundna kveðskap fornsagnanna
til að túlka þær sundurlausu tilfinningar, sem hrun þjóðveldisins skildi eftir. Sú