Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 244
242
Bergljót S. Kristjánsdóttir
nafnlausri Dalakerlingu svo einfalda vísu í munn ekki síst þar sem norðlenskir
stórhöfðingjar eru þjófkenndir í henni.
Enda þótt konur komi töluvert við sögu í Sturlungu og ráði jafnvel stundum
nokkru um atburðarás er aðeins vikið að samtímakonum í örfáum vísum í
safninu utan drauma og sýna. Þessar vísur eru allar í Islendingasögu - ef undan
eru skildar vísur þar sem konur eru einungis ávarpaðar (41 og 237). Konurnar
eru ekki fyrst og fremst nefndar vegna eigin verðleika heldur af því að þær
nýtast skáldunum er þau lýsa verkum karla, meta þau eða skýra. I vísu um
aðförina að Stökkum er framganga Þorbjargar, griðkonu Eyjólfs Kárssonar, t.d.
nefnd til að hnykkja á lýsingu á hugleysi húskarlsins Þorsteins stama (251), í
vísu um Sturlu Sighvatsson er nautnafundar hans og ástmeyjar hans getið að
því er virðist sem andstæðu við aðstæður varðmanna hans sem híma vakandi
næturlangt (328) og í erindi sem Gissur Þorvaldsson kveður eftir Flugumýrar-
brennu, minnist hann konu sinnar - og reyndar einnig sona - til að lýsa líðan
sinni og skýra hvers vegna hann verði ekki í rónni fyrr en hann hafi náð fram
hefndum (644). Loks er í fjórum vísum minnst á dráp Þorbjargar ysju í Sauða-
fellsför; í þremur til að lasta þá Vatnsfirðinga eða skýra athæfi þeirra en í einni
til að lýsa ábyrgð á hendur Snorra Sturlusyni (317-18). Ekki er að efa að menn
hafa talið vígið á Þorbjörgu illvirki en það breytir ekki því að nöturlegur er
hlutur þessarar snauðu konu í frásögninni. I lausamálinu kemur hún fyrst og
síðast við sögu í orðunum „Lifði Þorbjörg ysja tvær nætur...“ (314), í kveð-
skapnum ber hana ekki á góma fyrr en hún er dauð og þá frekast af því að
dauða hennar má nýta í illdeilum höfðingja.
Hlutur kvenna í vísum drauma og sýna í Sturlungu er meiri en í öðrum
vísum safnsins. Sex konur heyra karla kveða erindi eða vísubrot í sýn eða
draumi, þar af eru þrjár nafngreindar, Þuríður nokkur á Fellsenda í Dölum
(413), Halldóra Þórðardóttir í Fljótum (412) og Steinvör Sighvatsdóttir (407)
en hún er reyndar nefnd í Skáldatali Uppsalabókar.7 Átján vísur eru svo lagðar
í munn konum sem „birtast" mönnum í draumi eða vöku, þar af kveður
Guðrún Gjúkadóttir átta í draumum Jóreiðar í Miðjumdal (673-7). Vilji menn
líta svo á að höfundar vísnanna séu sömu persónur og draumana dreymir eða
sýnirnar sjá, má ljóst vera að í Sturlungu yrkja konur einkum rænulausar eða
nákvæmar orðað, þegar hugarstarfsemi þeirra er þeim ekki sjálfráð. Kjósi menn
að taka textann bókstaflega og telja þann höfund sem kvæðið flytur er sýnt að
drýgsta skáldkonan í safninu er persóna úr fornkvæði. Ónefndur er þá þriðji
möguleikinn að vísurnar séu eftir þá sem settu sögurnar saman eða ritstýrðu
safninu, þá sennilega karlmenn en alls ekki konur. Og þá er rétt að nefna að af
tuttugu og fjórum vísum drauma og sýna sem tengjast konum eru tuttugu og
þrjár í Islendinga sögu, ein í Þorgils sögu skarða. En „höfundarréttur" í draum-
um og sýnum er síst af öllu einfalt mál og því skal nú staldrað ögn við.
Á miðöldum litu menn svo á að draumar og sýnir ýmiss konar væru af
guðdómlegum uppruna. Rætur þessara hugmynda má sjá í biblíunni t.d. í
draumi Jakobs og opinberunum Jóhannesar og í svofelldum orðum Jobsbókar: