Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 248
246
Bergljót S. Kristjánsdóttir
að skáldskapur „yfirnáttúrlegu konunnar" sem hún nefnir svo, sé jafnmikill að
vöxtum og raun ber vitni í fornum ritum, og þá um leið meiri en skáldskapur
„mennsku konunnar" af því að það hafi verið trú manna að norrænar konur
væru helgar og byggju yfir yfirnáttúrlegum krafti.20 Vísar hún í því sambandi
til Tacitusar og rekur í framhaldi af því ýmislegt er tengist t.d. valkyrjum og
draumkonum í fornritunum. Ég geri ráð fyrir að skírskotun Guðrúnar til
Tacitusar eigi við 8. kafla Germaníu, þó hún geti þess ekki, nánar til tekið texta
sem hljóðar svo í þýðingu Páls Sveinssonar: „Það er og trú manna, að konurnar
séu að nokkuru leyti helgar og forspáar; fyrir því eru ráð þeirra vel þegin og
svör þeirra talin góð og gild. Og það vitum vér, að á dögum Vespasíans keisara
var Veleda lengi vel talin guðleg vera með flestum þessara þjóðflokka. En í
fyrndinni var það líka svo, að Álfrún og aðrar konur voru dýrkaðar, en þó ekki
með neinum fagurgala né eins og gervigyðjur."21 Jafnvel þó heimildagildi
Germaníu sé látið liggja milli hluta, virðist mér hugmynd Guðrúnar heldur
ósennileg, að minnsta kosti þegar um er að ræða vísur í sögum, þá ekki síst
samtíðarsögum eins og Islendingasögu, sem eru ekki aðeins settar saman af
kristnum mönnum heldur greina frá draumum og sýnum á íslandi þegar kristni
hefur verið þar við lýði í hátt á þriðja hundrað ár. Valkyrjur og aðrar þær per-
sónur í draumum og sýnum kristinna samtímasagna sem menn telja stundum
vitna um germanskan eða heiðinn átrúnað, hygg ég líklegast að séu áþekk
fyrirbæri og persónur klassískrar goðatrúar í leiðslubókmenntum miðalda
suður í álfu, þ.e.a.s. þekkingarfræðileg. Með tilliti til íslendinga sögu eru það
ekki síst Jóreiðardraumar sem mæla með þeim skilningi.
í riti sínu heldur Guðrún því fram, að ásamt með þrætuvísum Steinunnar
Refsdóttur við Þangbrand, séu draumvísur Jóreiðar „sá skáldskapur kvenna í
fornsögum, sem erfiðast er að vefengja.“22 Telur hún Sturlu eða Sturlungu
safnara hafa haft fyrir sér, ritaða heimild, sennilega úr Laugardalnum.
Jóreiðardraumar hafa ýmis einkenni kraftbirtingar í draumi. Dreymandinn
er t.d. ekki í leiðslu og hverfur ekki á annað svið heldur verður fyrir hinni
sérstæðu reynslu í hversdagslegu umhverfi sínu. Draumarnir eru samtals fjórir,
þrír þeirra eru samstæðir, þeir verða að sumarlagi, nánar tiltekið í júlímánuði og
er þeim sett kristileg umgjörð; sá síðasti stendur einn og verður að hausti.
Við upphaf frásagnarinnar er kynntur til sögu maður nokkur í Miðjumdal,
skammt frá Laugarvatni, er Páll heitir og er hann sagður „prestmaður", senni-
lega til að styrkja trú lesandans á grandvarleika hans og heimilisfólks hans. Því
næst er nefnd kona, sem með honum er, Jóreiður Hermundardóttir. Nafnið
vekur strax athygli, það er táknrænt eins og algengt var í draumum sem gegndu
fyrst og fremst listrænu hlutverki.23 Jóreiður er tvímynd orðsins Jórheiður, þar
sem jór er tvímynd orðsons jöfur er merkir m.a. „konungur“ en heiður er „hin
bjarta“ og er gamalt völvunafn; Hermundur er „sá sem nýtur verndar hers“ svo
að til leiks er mætt hin bjarta völva alvaldsins, varin himnanna herskörum.24
Hreinleiki Jóreiðar og sakleysi eru sett á oddinn þegar hún er sögð dreyma
draumana sextán vetra. Lyrsta drauminn dreymir hana í kirkju, en guðshús eru