Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 250
248
Bergljót S. Kristjánsdóttir
komendur, skuli marka orð draumkonunnar. Fjórða svarið og þá síðasta vísan
heldur fram þar sem efni fyrstu vísunnar sleppti; spurningu Jóreiðar um hvar
brennumenn séu svarar draumkonan með yfirlýsingu um að hún vísi þeim, „í
helju heim“. Skírskotunin til násheimsins í fyrsta svarinu leynir sér ekki og
fimmta svarið, óbundna málið sem bindur endi á drauminn, felur í sér skýr-
inguna á því hvers vegna brennumenn verðskuldi dauðann. Er Jóreiður vill vita
hvað þeir ætli sér, svarar draumkonan: „Þá ætla þeir með illvilja sínum að koma
heiðni á allt landið.“
Guðrún P. Helgadóttir telur í áðurnefndri bók sinni að þetta svar vitni um
ástæðulausan ótta Jóreiðar við að brennumenn ætli sér að koma heiðni á allt
landið, og lítur hún svo á að það, ásamt ýmsu öðru, mæli með því að Jóreiði
hafi dreymt draumana; það komi „heim við sálarlíf og hugsunarhátt sextán ára
gamallar stúlku .. .“29 Mér þykir sennilegra að orðið heiðni sé notað þarna sem
hvert annað skammaryrði; orðalagið „að koma heiðni á“ virðist merkja í text-
anum „að taka upp heiðna siði“ og skírskotar þá eflaust til brennunnar, enda
ekki fátítt í kristnum miðaldaritum að ókristilegt athæfi væri nefnt heiðið.
Lokamálsgrein fyrsta draumsins er „Þá vaknaði Jóreiður." Eftirtektarvert er
að bundinn er endi á fyrsta og síðasta drauminn með sömu málsgreininni en
annan og hinn þriðja með tilbrigði við hana, þ.e. „Þá vaknaði hún.“
Annar draumur Jóreiðar verður sex nóttum síðar en hinn fyrsti. I honum er
konu og hesti ekkert lýst heldur aðeins sagt að Jóreiður hafi séð „þessa sömu
konu“. Nú spyr Jóreiður aðeins þriggja spurninga. Tvær hinar fyrstu eru
nánast þær sömu og í fyrri draumnum, þ.e. stúlkan spyr hvaðan konan komi og
hvað sé títt af Þorvarði. Konan svarar líkt og áður fyrstu spurningunni í
óbundnu máli, kveðst koma „Norðan úr sveitum“; og hinni næstu í bundnu,
segir „... Þorvarði / þröngt um hjarta" en þó „bót hið næsta“ og kann þá að
vísa til vígs Odds bróður hans og hefndanna sem í kjölfar komu. Þriðju spurn-
ingu Jóreiðar um hvað sé tíðinda af Steinólfi Þórarinssyni svarar draumkonan
hins vegar líka í bundnu máli þannig að samræðan er ekki jafnsymmetrísk í
formi og sú sem á undan er gengin.
Svarið um Steinólf reynist líka nokkuð erfitt viðureignar. Draumkonan
segir: „Nú er Steinólfr / í styrstraumi / á stagli píndr / með Agli /“ og bætir svo
við: „Vertu vinr / vinar míns / en eg mun með svinnum / að sakabótum.“ Stein-
ólfur sést síðast í sögunni þar sem hann ver „hin synnstu dyr“ (668) í Geldinga-
holti er Hrafn og Eyjólfur fara að Oddi bróður hans. Þess er ekki getið að hann
hafi fallið en hann er heldur ekki nefndur það sem eftir lifir sögu, t.d. ekki í
bardaganum á Þveráreyrum. I vísu draumkonunnar er ekki annað að sjá en
hann sé kominn til helvítis og taki þar út syndagjöld sín með einhvurjum Agli.
Síðari hluti vísunnar virðist ekki tengjast hinum fyrri heldur vera hvatning til
Jóreiðar, nokkurs konar kveðjuorð draumkonunnar í öðrum draumnum, svo
að spurningin er: fyrir hvað þurfti Steinólfur að gjalda og hvur er þessi Egill
sem með honum er? Ég slæ því hér fram - meðan ég fæ ekki aðra skýringu
betri - að Egill sé hinn heiðni þrjótur Egill Skallagrímsson, sem situr kvalinn á