Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 253
Hvorki er egfjölkunnig né vísindakona ..."
251
þess hve Hákon var afskiptamikill sem Noregskonungur um íslensk málefni.
Vísan í heild er eins og hver annar heimsósómi þar sem fortíð og nútíð - Brandi
örva og Hákoni - er teflt saman til að sýna yfirburði fortíðarinnar og kvarta
yfir lægingu samtímans. Slíkar umkvartanir má víða sjá í miðaldabókmenntum.
Orðin „og lengi mun“ má túlka jafnt sem hversdagslegt nöldur um að óstand
samtímans muni engan enda taka, og sem forspá. Síðarnefnda túlkunin þykir
mér hæfa betur draumunum. Unglingsstúlkan Jóreiður sem spyr draumkonu
sína, draum eftir draum, ekki um eigin hagi og framtíð heldur stjórnmál sam-
tímans og stjórnmálamenn, heyrir að lyktum spásögn um framtíðarhagi
þjóðarinnar. Og þá er vert að nefna að meðan sannar leiðslur og kraftbirtingar
einkennast oftast af trúarlegu efni, hafa hinar sem eru verk skálda og sagnritara
einkum forspárgildi.34
I síðasta draumnum spyr Jóreiður draumkonuna 17. spurningarinnar en
talan 17 táknar gjarnan fullkomnun þroskans.35 Meira mun stúlkan ekki fá að
vita - hámarki opinberunarinnar er náð.
Sé litið á helstu einkenni Jóreiðardrauma sem hér hafa verið rakin, má ljóst
vera að margt bendir til að þeir séu höfundarverk. Hin formlegu einkenni, t.d.
nafn dreymandans, kristileg umgjörðin og niðurröðun efniseininganna renna
stoðum undir það; sama er að segja um efnisleg einkenni, t.d. dómana yfir
samtímahöfðingjum en þeim sem samdi þá hefur eflaust ekki þótt við hæfi að
fella þá í eigin nafni. Við þessi rök bætist að rannsóknir á leiðslubókmenntum
miðalda sýna að leiðslur falla í tvo meginflokka, sem hvor hefur sín sérstöku
einkenni. Hinn fyrri er nær einráður fram á fyrstu áratugi 12. aldar og í honum
eru karlar í meirihluta sem sjáendur og dreymendur; hinn síðari er orðinn ríkj-
andi þegar komið er fram yfir miðbik 13. aldar - þar eru konur oftast sjáendur
og dreymendur.36
Niðurstaða mín hér er því í sem stystu máli þessi - og ég verð að játa að mér
þótti miður að komast að henni: Jóreiðardraumar, og þar með lengsta kvæði
eignað konu að fornu í samtímaheimild, er sennilega karlmannsverk; að auki
má líklega rekja það til bókmenntahefða suður í álfu að í Sturlungu er nokkuð
um að konur kveða og heyra kveðið í draumum.
Sjálf er ég þeirrar skoðunar að Jóreiðardraumar vitni um handbragð Sturlu
Þórðarsonar enda þótt ég ætli ekki að færa að því rök hér. Þar með er auðvitað
ekki sagt að draumarnir þurfi að vera hugsmíð Sturlu einvörðungu. Væri ég
hins vegar spurð að því hvort ég teldi líklegt að Sturla eða einhver annar karl,
segjum „ritstjóri" Sturlungu, hefði í Jóreiðardraumum stuðst við frásögn konu
af draumreynslu sinni, held ég að ég svaraði með orðum Guðríðar Þorbjarnar-
dóttur: „Hvorki er eg fjölkunnig né vísindakona..."37