Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 257
Sgguljóð- skrgk- háð
Viðhorf Snorra Sturlusonar til kveðskapar
SVERRIR TÓMASSON
1
Sumir kenningasmiðir á miðöldum skiptu rituðu máli niður í þrjá flokka. Einn
þeirra var ísidór frá Sevilla. Alfræði hans, Etymologiae, var sumsstaðar notuð
sem kennslubók. Hún var vel þekkt hér á landi.
I Alfræði sinni ræðir Isidór um þrjár tegundir bókmennta:1
1) eru bistoriae, sannar sögur, þær segja frá atburðum sem í raun og veru
hafa gerst; þær hafa að geyma res factae,
2) eru argumenta, frásagnir sem skýra frá atvikum er hefðu getað gerst,
3) eru fabulae, sagnir sem greina frá atburðum er aldrei hafa raunverulega
gerst en eru samdar eða settar á svið af einum manni. Fabulae eru til-
búningur; þær hafa að geyma resfictae.
Ekki er að sjá af skrifum ísidórs né annarra lærdómsmanna frá þessum tímum
að skipt hafi máli, hvort verkið væri í lausu máli eða bundnu.
Enginn skyldi ætla að unnt sé að flokka forníslenskar bókmenntir eftir
skiptingu ísidórs, raða þeim niður eftir sanngildi. Hitt er aftur á móti ljóst að
miðaldamenn gerðu þennan greinarmun; þeir drógu markalínu milli þess efnis
sem þeir töldu vera sagnfræði og hins sem þeir álitu vera einberan skáldskap.
Ég er í litlum vafa um að það vefjist fyrir mörgum nútímamanni að greina á
milli sagnfræði og skáldskapar. Ég er a.m.k. stundum sjálfur í allmiklum vafa.
Ef ég hefði ekki titilblað, þar sem skýrt er frá því hvort heldur væri, færi ég - og
hef oft farið villur vegar. Þó þykist ég vita að hvorartveggja greinar vilji segja
mér satt - bera mér sannindin ein. Þetta hefur ugglaust verið með svipuðum
hætti á miðöldum.
Það kemur aðeins fyrir á einum stað í forníslenskum heimildum að þeir sem
semja, geri skýran greinarmun á skáldskap og sagnfræði. Heimildin er ung,
líklega frá byrjun 14. aldar og er í formála Þiðreks sögu af Bern. Þar segir svo:2
Annarr söguháttr er þat at segja frá nökkurs konar örskiptum, frá kynslum eðr undr-
um, því at á marga lund hefir vorðit í heiminum; þat þykkir í öðru landi undarligt, er
í öðru er títt. Svá þykkir ok heimskum manni undarligt er frá er sagt því er hann hefir
SKÁLDSKAPARMÁL 1 (1990)
255