Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 259
Sgguljóð - skrgk - háð
257
skap í sagnaritum sínum, eins og Guðbrandur Vigfússon hélt. Hann taldi
reyndar Snorra hafa einnig fyrst notað kvæði í listrænum tilgangi („for artistic
and ornamental purposes", Sturlunga Saga, lxxix). Heimildanotkun Snorra
stendur á gömlum merg. Hann beitir vinnubrögðum sem voru bæði þekkt með
innlendum sagnariturum og erlendum. En til þess að unnt verði að svara
spurningunum sem ég varpaði fram hér að framan verður að rifja upp vinnu-
brögð forvera hans í fræðunum, hvernig þeir litu á kveðskap og hvaða dóm
menn lögðu almennt á skáldskap í bundnu máli sem óbundnu.
3
í íslendingabók er aðeins eitt vísubrot og er því ekki skotið inn til að styðja
sannindi frásagnarinnar. Það er ekki fyrr en með Ágripi og Morkinskinnu að
örugg vissa fæst fyrir því að sagnaritarar hafa litið á kveðskap um konunga sem
historia, líkt og sagnaritarar Karlunga gerðu löngu fyrr. í Morkinskinnu er
vitnað til kvæða um Harald hárfagra á þessa leið:
í þessum tveimr drápum Haralds ok mgrgum gðrum hans kvæðum er getit þessa
stórvirkis, ok eigi þarf orð at gera hjá því at sjálfan Grikkjakonung blindaði hann;
jafnvel mætti nefna til þess greifa einnhvern eða hertoga, ef þat þœtti sannara, en í
gllum kvæðum Haralds konungs segir þetta eina lund, Morkinskinna, 84.
Sigurði Nordal fannst þessi umsögn vera „langskarplegustu ummælin um
kvæðin á undan formála Heimskringlu" (Snorri Sturluson, 170). Það kemur
reyndar ekki fram hvort höfundur Morkinskinnu hefur talið kveðskap vera
jafngildan frásögn sjónarvotta, en greinilegt er að sagnaritarinn telur þau vera
áreiðanlega heimild.
Theodricus monachus er einna fyrstur norrænna sagnaritara sem víslega hafa
stuðst við kvæði. Hann segir svo í formála Historia de antiquitate regum Nor-
wagiensium:
et prout sagaciter perquirere potuimus ab eis, penes quos horum memoria præcipue
vigere creditur, quos nos :íIslendinga vocamus, qui hæc in suis antiquis carminibus
percelebrata recolunt (svo sem vér höfum gjörla getað grafist eftir hjá þeim sem vér
köllum íslendinga en hjá þeim framar öðrum ætla menn að minningin um þessa
atburði lifi og þeir hafa víðfrægt þá í fornum kvæðum sínum og halda þá í heiðri.)
Monumenta, 3.
Alkunna er og hvernig Saxi hin málspaki vitnar til kvæða sem heimilda en til
samanburðar við hina íslensku hefð eru ummæli Theodricusar athyglisverðust.
Af orðum formála hans hafa flestir fræðimenn ætlað að hann styðjist við
munnlegar heimildir, því að hann segir „penes quos horum memoria prœcipue
vigere creditur“. I lok formálans slær Theodricus varnagla:
17