Skáldskaparmál - 01.01.1990, Qupperneq 260
258
Sverrir Tómasson
Veritatis vero sinceritas in hac nostra narratione ad illos omnimodo referenda est,
quorum relatione hæc annotavimus, quia nos non visa sed audita conscripsimus (um
hreinan sannleik í vorri frásögn er að öllu leyti vísað til þeirra sem vér höfum ritað
þessa frásögn eftir, því að vér skrifum það sem vér höfum heyrt en ekki séð)
Monumenta, 4.
Hér kemur fram að hann telur heimildir sínar, og að öllum líkindum á hann við
dróttkvæði, vera audita, vitnisburð heyrnarvotta, en ekki visa, vitnisburð
sjónarvotta. Hann virðist vera á verði gagnvart þessum heimildum. í upp-
hafskafla bókarinnar, þar sem hann segir frá ríkisstjórnarárum Haralds hárfagra
kvartar hann undan því að hafa ekki ritaðar heimildir. Af ummælum hans er
ljóst að hann telur sjónarvottinn gildustu heimildina, en á hinn bóginn á hann
ekki annars kost en að nytja frásögn heyrnarvotta. Það er hugsanlegt að hann
eigi þar við ritheimildir, en leggja ber áherslu á að hann metur þær sem audita.
Það er þess vegna ekki rétt að hinn norski sagnaritari hafi metið kvæði sem
samtímaheimildir.4
Eins og Theodricus hefur Snorri Sturluson álitið kvæði vera historia. Sumt í
formála hans er þó eins og andsvar við Theodricusi og má vera að hann hafi
þekkt Noregskonungasögu hans. Aðalmunurinn er sá að Snorri gerir skáldin
að sjónarvottum og það líka um þá tíma sem Theodricus hafði kvartað um að
ekki væru til neinar ritheimildir. Hann dregur markalínuna milli þeirra skálda
sem uppi voru fyrir daga Haralds hárfagra og hinna sem ortu eftir að Island tók
að byggjast. Um kvæði ort fyrir ríki Haralds slær hann varnagla, tekur skýrt
fram að menn hafi söguljóðin til skemmtanar sér, en í annan stað vísar hann til
gamalla fræðimanna:
En þótt vér vitim eigi sannendi á því, þá vitum vér dœmi til at gamlir froeðimenn hafi
slíkt fyrir satt haft, íslenzk fornrit XXVI, 4.
Síðar skýrir hann frekar við hvaða kvæði er átt:
Þjóðólfr inn fróði ór Hvini var skáld Haralds konungs ins hárfagra. Hann orti kvæði
um Rqgnvald konung heiðumhæra, þat er kallat Ynglingatal, s.r., s.st.
Og:
Eyvindr skáldaspillir talði ok langfeðga Hákonar jarls ins ríka í kvæði því er Háleygja-
tal heitir er ort var um Hákon, s.r., s.st.
Alkunna er að margir miðaldamenn aðhylltust þá skoðun að skáldskapur væri
til skemmtunar og þar með ósannur. Einmitt um þær mundir sem Snorri setur
saman Heimskringlu má ætla að ritun fornaldarsagna sé hafin; við vitum að þær
voru sagðar í veislum og voru álitnar ósannar, lygisögur. Þær notuðust oft við
söguljóð í svipuðum anda og Ynglingatal, sem Sigurður Nordal taldi vera ort í
„vísindalegum anda, þar sem skáldið talar um rannsóknir sínar og vísar til