Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 261
Soguljóð - skrQk - bdð
259
fróðra manna“ (Snorri Sturluson, 162). I þessu viðfangi benti hann á 9. vísu
Ynglingatals:
Ok ek þess opt
of yngva hrgr
fróða menn
of fregit hafðak.
Sigurður hélt því fram að Snorri hefði gert „þær kröfur til söguvísinda, að hann
sá í hendi sér, að Þjóðólfur gat ekki hafa átt kost á áreiðanlegum vitnum um svo
löngu liðna tíma. Frá sínu sjónarmiði talar hann því um „skemmtan““ (tilv. rit,
s.st.). Skýring Sigurðar hrekkur ekki til. Snorri slær ekki varnaglann um sann-
indi söguljóða eingöngu vegna þess að hann sjálfur álíti kvæðin vera skemmtan\
hann hlýtur að vera háður áheyrendum sínum. Til samanburðar má taka hina
kunnu frásögn úr Þorgils sögu og Hafliða af Reykhólabrúðkaupi. Þar er hafður
svipaður fyrirvari á og hjá Snorra, þegar lýst er sagnaskemmtan:
Þat er í frásQgn haft er nú mæla margir í móti ok látask eigi vitat hafa, því at margir
ganga dulðir ins sanna ok hyggja þat satt er sknpkvat er, en þat logit sem satt er ...
Ingimundr prestr sagði SQgu Orms Barreyjarskálds ok vísur margar ok flokk góðan
við enda SQgunnar er Ingimundr hafði ortan, ok hafa þó margir fróðir menn þessa
SQgu fyrir satt, Sturlunga I (1946), 27; Sturlunga I (1988), 22.
Orðasambandið að hafa fyrir satt gæti skírskotað til þess að frásögnin hefði
aðeins verið talin sennileg og átt væri við argumentum. Gæta ber þess þó að
Snorri talar um gamla fræðimenn, en í klausunni hér að ofan er minnst á marga
fróða menn. Hvorttveggja ber þess vitni að menn séu farnir að bera brigður á
sanngildi sagna og söguljóða sem sögð eru til skemmtunar og jafnvel sumir telji
þær með fabulis. Líta verður á varnaglana sem viðvörun til áheyrenda um að
taka frásögnina ekki of bókstaflega; höfundurinn viti að unnt sé að rengja hana;
samt sem áður geti hún verið sönn. Hugsanlegt er og að höfðað sé til
raunheims verksins sjálfs, það hafi að geyma innri sannleik. Svo er þó ekki í
formála Snorra. Greinargerð hans er málsvörn hans fyrir því að nota kvæði
Þjóðólfs og Eyvinds; hann þarf að rökstyðja heimildanotkunina og upptalning
hans á legstöðum Ynglinga er liður í rökstuðningnum. Hann vill sannfæra
áheyrendur um að hin gömlu kvæði séu hinar bestu fáanlegu heimildir um
fornan tíma: söguljóðin séu historia, þau geymi res factae.
4
Bæði í Eddu og Heimskringlu kemur í ljós að Snorri hefur þekkt kveðskap sem
ekki taldist vera res factae. I tilvitnuninni hér að framan úr formála Heims-