Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 264
262
Sverrir Tómasson
lofkvæði um Hákon gamla. Gerði hann það af heilum hug? Ég ætla mér ekki
þá dul að svara þeirri spurningu hér. I annan stað, ef Snorri samdi Egils sögu,
hvernig leit hann á kvæði Egils, Höfuðlausn? Var það lof eða háð? I þriðja lagi,
sé ég ekki betur af tilvitnuninni úr Ynglinga sögu að Snorri hafi litið á skáld-
skap sem túlkun innri og ytri sanninda. Hafi svo verið gert af öðrum rithöf-
undum um þær mundir sem Heimskringla var saman lesin, þá hlaut það að
leiða til þess að túlkun fortíðarinnar varð að skáldskap, res fictae bæði í bundnu
máli og óbundnu. Ritöld Islendinga sagna var hafin: sagnaritarinn varð skáld.
English summary
This paper deals with a central problem in Old Icelandic literary history: when and how
Icelandic authors started to interpret the past as fiction. The present writer examines the
discussions of early historians concerning the use of ancient poetry as evidence of historical
facts. He concludes that Snorri Sturluson was the first to ackowledge poetry as evidence and to
use it for two main purposes:l) in his Ynglinga saga often to illuminate the inner and outer
truth, and 2) in other parts of Heimskringla mainly to provide the historian with facts. This
allowed later writers more freedom to interprete the past and eventually lead to the rise of
fictional Icelandic sagas early in the 13th century. There follows a discussion of the term skald,
skáld (poet, fishroe) and the compound guðspjallaskald (evangelist). For further details the
reader is referred to the somewhat shortened English version of this paper appearing in „Ur
Dölum til Dala“, Guðbrandur Vigfússon Centenary Essays, ed. Rory McTurk and Andrew
Wawn. Leeds Texts and Monograpks. New Series 11 (1989), 317-327.
Fyrirlestur þessi var upphaflega saminn handa erlendum mönnum og ætlaði ég að flytja hann
á Sjöunda alþjóðlega fornsagnaþinginu sem haldið var í Spoleto á Italíu haustið 1988.
Fornsagnaþing hafa verið haldin annað eða þriðja hvert ár. Koma þangað fræðimenn úr öllum
löndum heimsbyggðarinnar og eiga þeir að skilja vel, lesa eða tala íslensku. Að baki þessara
þinga stendur félag, Alþjóðlega fornsagnafélagið, sem hefur að markmiði að kynna íslenskar
fornbókmenntir meðal heiðinna þjóða. Þetta er að vísu ekki neitt heimatrúboð. A málþingum
félagsins er mönnum leyfilegt samkvæmt reglum þess að tala ensku, þýsku og norrænu málin
öll. Því miður hefur aðaltungumálið á ráðstefnunum verið enska. I stuttu máli sagt var þessu
lesi mínu hafnað fyrir þær sakir að það var skrifað á tungumáli bókmenntanna sjálfra. Ég bauð
meira að segja forsvarsmönnum ráðstefnunnar að samræma stafsetninguna á fyrirlestrinum til
málstigs 13. aldar, en þeir virtust ekki skilja þess háttar gaman og lesturinn var því aldrei fluttur.
Tilvísanir
1 Sjá einkum Etymologiae I. xliv, 5 og I. xli, 1.
2 Ég hef samræmt stafsetningu allra tilvitnana úr fornum sögum. Skrá um útgáfur þær sem
farið er eftir stendur í heimildaskrá.
3 Um þetta efni hef ég rækilega fjallað í bók minni, Formálar íslenskra sagnaritara á
miðöldum, 194-222.