Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 267
Ég var sjónarvottur! Hvað gerðist?
265
í skáldskap verið hefðbundið viðfangsefni bókmenntafræðinga allt frá því er
Aristóteles setti fram tímamótakenningu sína um eftirlíkingu (mimesis) í ritinu
Um skáldskaparlistina. Hægt er að stytta þetta viðfangsefni niður í einfalda
spurningu: Hvernig má skýra að bókmenntirnar eða skáldskapurinn fjalla um
veruleikann jafnframt því sem þær eru hluti af honum? Hvernig getur umsögn
jafnframt verið einkenni einhvers sem hún er sjálf hluti af?
Þessi þversögn, sem sýnir raunar ágætlega takmarkanir spegillíkingarinnar,
hefur fyrst verið skilgreind á tuttugustu öld með táknfræðinni; því táknfræðin
gerir grein fyrir sambandi merkingarbærra tákna við svonefndan kantískan
heim fyrirbæranna annars vegar og innra lífi táknanna hins vegar. Almenn
táknfræði sýnir, svo ekki verður um villst, að meira að segja fyrsta reynsla
mannshugarins af umheiminum er óbein og með milligöngu tákna sem svo taka
á sig ýmsar afleiddar myndir. Ein fyrsta niðurstaðan af slíkum skoðunarhætti
verður að það sjónarmið sumra pósitífista að hægt sé að nálgast harðar stað-
reyndir hins hráa veruleika er aðeins blekking.
Fornsögurnar (með „sögur“ og „fornsögur" er í þessari grein átt við Islend-
ingasögur) voru lengi skoðaðar og varðveittar sem sögulegar heimildir um
samfélagið sem þær lýsa. Carsten Hauch hefur að líkindum verið fyrstur
manna til að draga þessa afstöðu í efa þegar hann hélt fyrirlestra um sögurnar
við Kaupmannahafnarháskóla veturinn 1848-1849. Hann talaði um „kunst-
forstandig Plan“ í sögunum og átti við að „en kunstforstandig Aand har været
virksom" eða að „listrænn andi hefði komið við sögu“ í þeim. Á þeim 140
árum sem liðin eru síðan Carsten Hauch varpaði þessari hugmynd fram, hafa
athuganir varðandi sögulegan áreiðanleika sagnanna sýnt að ekki er alltaf
treystandi á upplýsingar sem þar koma fram um atburði, ártöl, örnefni og
fleira.
Jákvæð afleiðing þessarar þróunar hefur verið aukinn áhugi á fornsögunum
sem skáldskap, á orðræðueigindum þeirra og frásagnarformgerðum.1 Neikvæð
afleiðing hefur hins vegar verið að jafnframt því sem farið var að líta á sögurnar
sem listaverk, var einnig tekin afstaða gegn þeim sem heimildum um samfélag
miðalda. Fyrst vildu menn lesa þær sem heilagan sannleika, þvínæst sem
helbera lygi, en þar með „glatast saga“ eins og Hastrup og Sorensen (1987)
benda á í tilraun sinni til að lýsa vanda sagnfræðiritunar:
Ritun sagnfræði getur aftur á móti ekki sneitt hjá ályktunum (syntesum). Sagan getur
ekki orðið hið sama og staðreyndirnar samanlagðar, og á sama tíma og sífellt fleiri
staðreyndir um elstu sögu Norðurlanda koma í dagsljósið með síauknum
rannsóknum, þá hefur sagan um þennan úma orðið æ fátæklegri. (Bls. 10)
Spurningin er þess vegna ekki að hvaða marki sögurnar eru trúverðugar heldur
fremur með hvaða hætti þær bera ákveðnu tímaskeiði vitni. Hvað ritunar-
tímann varðar eru þær öðru fremur heimild um tiltekinn söguskilning og vitna
þar með einnig á óbeinan hátt um skilning á samtímanum. Sem sögulegar