Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 268
266
Keld Gall Jorgensen
skáldsögur og frá sjónarmiði nútímans eru fornsögurnar í megindráttum
skyldar öllum þeim tegundum sögulegra skáldsagna sem rómantíkin hefur alið
af sér: hlibstœbubundinni, sögulegri skáldsögu sem er dulbúin nútímasaga,
rómantískri, andhverfubundinni, sögulegri skáldsögu sem sýnir liðna tíð eins
og spegil gagnvart nútímanum og loks orsakabundinni, sögulegri skáldsögu þar
sem reynt er að útskýra þætti í samtímanum út frá liðnum atburðum og hug-
myndum fortíðar.
Það hvernig fornsögurnar spegla og sýna þessa atburði og hugmyndir liðins
tíma er einmitt það sem ákvarðar sérkenni þeirra sem texta og einstaka stöðu
þeirra í heimsbókmenntunum. Lítið stoðar að reyna að skilgreina sögurnar
með hliðsjón af raunsæiskenningum síðari tíma. Þær eru ekki raunsæjar í
marxískum skilningi þar sem þær tjá ekki „eðli“ eða kjarna samfélagsins út frá
framleiðsluafstæðum þess, og þær eru heldur ekki raunsæislegar í impressjón-
ískum skilningi því að í þeim er ekki tekin hlutlæg, skoðandi afstaða gagnvart
persónum og atburðum. Það myndi aðeins leiða til ófrjórra „nútíma-
hliðstæðna“ ef reynt væri að þvinga slíkum skilgreiningum upp á sögurnar (sbr.
Árni Sigurjónsson og Keld Gall Jorgensen, 1987).
Þegar bókmenntir eru notaðar sem heimild verður að gæta þess að í þeim
eru vissir þættir skáldskapar sem ekki má taka bókstaflega þó að þeir hafi vissu-
lega ákveðið heimildagildi. Aristóteles fullyrti að bókmenntirnar fengjust við
hið almenna en sagnfræðin við hið einstaka. Þetta er hins vegar óheppileg að-
greining sé hún skilin svo að hið almenna sé sértekning (abstraktion) af hinu
einstaka og aðeins hið einstaka geti verið hlutbundið og raunverulegt en hið al-
menna sé bundið huganum og óraunverulegt. Munurinn á frásögn sagnfræð-
ings um liðna atburði og frásögn höfundar um ímyndaða atburði felst nefnilega
ekki í að skáldskapurinn fjalli um eitthvað sem ekki hefur átt sér stað en
sagnfræðin um það sem gerðist. I frásagnfræðilegum skilningi hafa hvorugir
atburðanna gerst, þeir gerast fyrst í textanum um leið og sagnfræðingurinn eða
skáldið skráir þá og tjáir.
Hinir ytri, raunverulegu atburðir og frásögn af þeim geta aldrei orðið eitt
og hið sama. Þar á milli hlýtur framsetningin alltaf að fleygast eða sú miðlun
sem gerir að verkum að historia og fabula eru aðeins tvær undirtegundir frá-
sagnar. Nú liggur engu að síður í augum uppi að munur er á sagnfræðitextum
og skáldskap (eða sagnfræðilegum og skáldlegum þáttum innan eins og sama
texta); en það stafar af þeim mun sem er á markmiðum sagnfræðings og skálds
og af sjónarhorni lesandans. Aftur verður vikið að þessu í sambandi við kenn-
inguna um þrenns konar eftirlíkingu; en hér skal sagt varðandi svið textans (ef
við geymum þá sendandann og viðtakandann) að kannski er hentugra að
byggja á aðgreiningunni að skýra og að skilja i stað þess eða til skýringar á því
sem Aristóteles segir um hið almenna og hið einstaka. Þessi hugtök, að skýra
og að skilja, eiga sér langa sögu innan heimspekinnar, en Wilhelm Dilthey og
Martin Heidegger hafa öðrum fremur sett mark sitt á þau.
Aðgreiningin milli þess að skýra og að skilja tengist í raun réttri spurning-