Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 275
Ég var sjónarvottur! Hvað gerðist?
273
og var Rauðsdóttir úr Friðarey og fékk hennar. Þeirra samfarir voru góðar og
eigi langar áður en þau gátu börn að eiga. Dóttir þeirra er nefnd Þórdís og var
hún elst barna þeirra. Þorkell hét son þeirra hinn elsti, annar Gísli, Ari hinn
yngsti, og vaxa allir upp heima þar. Fundust eigi fremri menn þar í nánd þeirra
jafnaldrar. Ara var fóstur fengið með Styrkári móðurbróður sínum en þeir
Þorkell og Gísli voru heima báðir.
(B) Bárður hét maður. Flann bjó þar í Súrnadal. Hann var ungur maður og
hafði nýtekið við föðurarfi sínum.
(C) Kolbjörn hét maður er bjó á Hellu í Súrnadal. Hann var ungur maður
og hafði nýtekið við föðurarfi sínum.
(D) Það töluðu sumir menn að Bárður fífldi Þórdísi Þorbjarnardóttur. Hún
var bæði væn og vitur. Þorbirni hugnaði það illa og kveðst ætla ef Ari væri
heima að þá mundi eigi vel gefast.
Bárður kvað ómæt ómaga orð „og mun eg fara sem áður.“ (E) Með þeim
Þorkeli var vingott og var hann í bragði með honum en Gísla var óþokkað um
tal þeirra sem föður hans.
(F) Það er sagt einn tíma að Gísli ræðst í ferð með þeim Bárði og Þorkeli.
Hann fór á miðja vega till Grannaskeiðs, (G) svo heitir þar er Bárður bjó, (H)
og þá er minnst von var höggur Gísli Bárð banahögg. Þorkell reiddist og kvað
Gísla illa gert hafa en Gísli bað bróður sinn sefast „og skiptum við sverðum og
haf þú það sem betur bítur.“ Hann brá á glens við hann.
Nú sefast Þorkell og sest niður hjá Bárði en Gísli fer heim og segir föður
sínum og líkaði honum vel. (I) Aldrei varð síðan jafnblítt með þeim bræðrum
Q) og ekki þá Þorkell vopnaskiptið og eigi vildi hann heima þar vera og fór til
Hólmgöngu-Skeggja í eyna Söxu, (K) hann var mjög skyldur Bárði, (L) og var
hann þar. Hann eggjar mjög Skeggja að hefna Bárðar frænda síns en ganga að
eiga Þórdísi systur sína.
Þessi tvö dæmi eru dæmigerð að því leyti að þau rúma flest einkenni sagnanna
hvað varðar röð.6
Ef sögurnar tvær eru bornar saman sést að tíminn birtist á mun óbjagaðri
(eða beinni) hátt í Gísla sögu Súrssonar en í Vopnfirðinga sögu. Eða með
öðrum orðum: í Vopnfirðinga sögu er miklu oftar tímamisgengi milli sögu og
frásagnar en í Gísla sögu.
Ekki komu fram nein dæmi um huglægt endurlit innan hlutlægs í sögunum
(en um slíkt finnur Genette mörg dæmi í Leitinni að liðnum tíma, sbr. op.cit.
bls. 40). Ekki komu heldur fram önnur dæmi um að tímamisgengi væri fléttað
inn í annað tímamisgengi. Á hinn bóginn er mikið um bæði huglægt og hlut-
lægt endurlit eins og fram kemur í þessum tveimur dæmum. Dæmigert er að
hlutlægt endurlit er alls staðar hómódíegetískt og viðbót, sem þýðir nánast að
þar er um að ræða hliðstæða tilfærslu á nútíma frásagnarinnar: í Vopnfirðinga
sögu segir til dæmis: „í þann tíma er Þorsteinn bjó að Hofi...“ (bls. 1988), sem
skarast við fyrri kafla, og „Það er sagt að Geitir fór að heiman í Fljótsdalshérað
18