Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 276
274
Keld Gall Jargensen
til Eyvindarár á kynnisleið og var í brottu meir en viku. Og er hann var heiman
farinn þá sendi Halla mann eftir Helga og bað hann að hann skyldi hitta hana“
(bls. 1996), en þar er einnig um skörun að ræða.
í Gísla sögu Súrssonar má finna sams konar skörun, einkum þegar hlaupið
er fram og aftur milli Gísla á hinum ýmsu felustöðum hans og Barkar og
annarra þeirra manna sem eru að elta hann, en þessi dæmi um skörun koma
ekki glöggt fram á yfirborði textans eins og í Vopnfirðinga sögu.
Endurlit kemur miklu oftar fram en framtíðarsýn. Endurlitið gegnir því
hlutverki að bæta við upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að skilja sam-
hengið. Þannig eru gefnar ástæður fyrir atburðunum og rökrænu samhengi
þeirra. Oftast birtist endurlit þó í mynd hlutlausra athugasemda um nöfn
staða og útlit, um hvenær viðkomandi kom til Islands og svo framvegis, sbr.
Bl, D1 og K7 í dæminu hér að ofan úr Vopnfirðinga sögu, og El, G1 og K1 í
dæminu úr Gísla sögu.7 Endurlit á borð við G3 og H4 í Vopnfirðinga sögu er
athyglisverðara. Þar kemur fram útfærsla á fyrri yrðingu um að „Austmenn
vistuðust" (bls. 1989) enda er hér að finna lykilinn að átökum milli Helga og
Geitis síðar.
Allar framtíðarvísanir í þessum tveim sögum koma fram í mynd drauma,
forboða og spásagna og eru því mjög litaðar af ímyndunaraflinu. I Vopn-
firðinga sögu eru aðeins tvö dæmi um þetta, hið fyrra þegar Brodd-Helgi berst
við Svart og Svartur spáir um framtíð Brodd-Helga og ættar hans: ,,‘Nú gerði
gæfumun okkar,’ segir hann, ‘og muntu verða banamaður minn en sá ættangur
mun verða í kyni yðru héðan af að alla ævi mun uppi vera meðan landið er
byggt.’“ (bls. 1988). Hitt dæmið er þegar fóstru Brodd-Helga, sem sögð er
framvís, vitrast í draumi að Geitir muni drepa Helga og að sonur Helga, Bjarni,
muni hefna föður síns (bls. 1998 og áfram).
Gísla saga Súrssonar er talin glæstasta dæmið um forlagatrú í Islendinga-
sögum, og þar er líka að finna um það bil tuttugu sinnum fleiri framtíðarvísanir
af fyrrnefndri gerð heldur en í Vopnfirðinga sögu. Hér skulu aðeins nefnd fáein
dæmi: Gestur spáir að sundrung komi upp með Haukdælum innan þriggja ára
(bls. 856); Gísli sér fyrir að þeir Vésteinn muni þurfa að senda hvorir öðrum
jarteiknir (bls. 858) og hann segir að mannskaðinn verði Berki til svívirðingar
(bls. 896). Auk þess er sagt um Gísla að hann sé „draumamaður mikill og
berdreymur" (bls. 876) en segi þá fyrst frá draumum sínum er þeir hafi ræst.
Fróðlegt er það sem hér kemur fram að Gísli lítur svo á að meiri hætta sé á að
draumar hans rætist ef hann segi frá þeim, og kunna aðrir að hafa hugsað á
líkan veg: „Og sagði eg því hvorngan drauminn fyrri en nú að eg vildi að
hvorgi réðist“ (bls. 865). Annars staðar tjáir hann efasemdir sínar um gildi
drauma (19. vísa, bls. 879 og víðar). I þessum draumum kemur í ljós spásögn
Gísla um hve mörg ár hann eigi ólifuð (16. vísa bls. 877) og hvernig ævi hans
muni ljúka (vísur 29-38, bls. 892-94).
Loks skal nefna dæmi um huglæga, innri, hómódíegetíska og viðaukandi
framtíðarsýn. Fram kemur að Þorgrímur nef seiðir seið og sér til þess að „þeim