Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 279
I
Ég var sjónarvottur! Hvað gerðist? 277
dæmi þessa. Það er þegar Gísli kastar steini við Húsanes „og kom þar þá enn
það fram að Gísli var betur að íþróttum búinn en flestir menn aðrir“ (bls. 875)
og þegar sagt er um móður Gests Oddleifssonar að „Hún var oft vön að taka
við skógarmönnum" (bls. 878).
Þegar sagt er „sem siður var til“ eða „það var þá margra manna siður“ felst
þar í endurtekningarfrásögn, en jafnvel þótt þessi dæmi séu talin með eru að-
eins fá dæmi um endurtekningarfrásögn í sögunum tveim. Að mínum dómi
bendir þetta til þess að sögurnar hneigist að einkvæmri frásögn - sem í sjálfu
sér kemur ekki á óvart, en hér er semsé hægt að styðja það með tíðnigreiningu.
I lok þessarar tímaþáttagreiningar má velta fyrir sér hvaða akkur sé í að gera
sér mynd af hugsaðri „sögu“ í réttri tímaröð sem er frábrugðin sjálfri frá-
sögninni og sem víkur frá henni með tímamisgengi, hraðabreytingum og tíðni-
tilfærslum (sbr. Martin, 109). Svarið hlýtur að vera að tilgangurinn með þessari
tilbúnu mynd er umfram allt að draga þá úrvinnslu sem felst í textanum fram í
dagsljósið, sýna hið „kunstforstandige Plan“ textans, eins og Hauch komst að
orði, eða þá listrænu úrvinnslu sem í honum er fólgin.
Jafnvel þótt finna megi sams konar tímamisgengi, hraðabreytingar og
tíðnitilfærslur í sagnfræðilegum textum, þar sem hér er um grundvallareinkenni
allra frásagna að ræða, þá hlýtur þó mótun frásagnar með þvílíkum aðferðum
þegar allt kemur til alls að hnika textanum í átt til skáldskapar. Enda er hér um
listrænt bragð að ræða og hagræðingu á efninu út frá völdu og afmörkuðu
sjónarhorni.8 Það sjónarhorn sem fyrir valinu verður vísar óhjákvæmilega á
önnur sem til greina hefðu komið.
b) Með spurningunni um sjónarhorn er þegar komið að næsta atriði í kenningu
Genettes um frásagnarorðræðuna, og varðar það greiningu á grunnhætti
hennar. Grunnháttur (e. mood) er „nafnið á hinum mismunandi formum sagn-
orðsins sem að meira eða minna leyti eru notuð til að staðfesta það sem til um-
ræðu er og til að tjá ... þau mismunandi sjónarhorn sem lífið eða atburðirnir
eru skoðuð út frá“ (Genette 1980, bls. 161). Þetta tengist raddgreiningunni
náið, en hún varðar einnig spurninguna um sjónarhorn (sama rit, bls. 186) og
Genette útskýrir hvers vegna hann kýs að greina sundur þessar tvær hliðar
sjónarhornsins:
Að mínum dómi háir það hins vegar flestum fræðiritum um þetta efni [þ.e.a.s. um
sjónarhorn, KGJ] (sem eru reyndar flest um flokkun) að þar er blandað saman því
sem ég nefni grunnhátt (e. mood) og rödd (e. voice). Þar er þá verið að rugla saman
spurningunum „Hvaða persóna ræður frásagnarsjónarmiðinu?“ og „Hver er sögu-
maðurinn?" sem er allt annað mál - eða með öðrum og einföldum orðum, spurn-
ingunum „Hver sér?“ og „Hver talar?“ er ruglað saman.
Enda þótt Genette fullyrði á einum stað (bls. 186) að auðvelt sé í hagnýtri
greiningu að tala um þessar tvær hliðar sem eina skal rætt um þær hvora í sínu