Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 281
Ég var sjónarvottur! Iivað gerðist?
279
„Vér höfum verið allan dag í þröng þessari. Eg sé nú eftir að kappar Geitis voru
hjá engir og munu þeir hafa borið í brott líkin í kollaupunum og er ávallt að
Geitir er vitrastur vor þótt hann verði jafnan ofríki borinn“ (bls. 1996).
I seinni helmingi sögunnar flyst svo sjónarmiðið til sona Brodd-Helga og
Geitis, og sjónarhornið er fært til Bjarna og þar með aftur til ættar Helga. Á
sviði inntaksins samsvarar þetta því að Bjarna takist með eftirgjöf og
miskunnsemi gagnvart Þorkatli Geitissyni að sigrast á neikvæðum eiginleikum
föðurins og sætta ættirnar tvær að nýju sem er í samræmi við þá kristnu
bræðralagshugsjón sem sagan boðar. Ljósast kemur fram að sjónarhornið er hjá
Bjarna í því leikræna tvísæi þegar Bjarni felur sig í selinu og sendir hest sinn á
leið með fjalhögg á bakinu og sömuleiðis þegar hann blekkir Þorkel með því að
láta menn sína ganga þrjá og þrjá í sömu sporin svo af sporunum að dæma
virðast þeir þrír en ekki níu. Sjónarhornstilfærslurnar tvær hverfast því um
sama öxul: frá Helga til Geitis vegna neikvæðra persónueiginleika Helga (glys-
girni, þrjóska) og frá Geiti eða ætt hans til Bjarna og ættar hans vegna jákvæðra
persónueiginleika Bjarna (eftirgjöf, miskunnsemi).
I Gísla sögu Súrssonar er sjónarhornið yfirleitt hjá titilpersónunni og sögu-
hetjunni Gísla. Enn kemur þetta best í ljós þar sem beitt er leikrænu tvísæi eins
og t.d. alltaf þegar Gísli leikur á ofsóknarmenn sína, og atriðið þar sem hann
leikur Ingjaldsfíflið er hápunktur þeirrar aðferðar (bls. 881 og áfram). Á
leiðinni er sjónarhornið haft hjá Berki og mönnum hans í þeim tilgangi að láta
leikræna tvísæið njóta sín sem best eins og í Vopnfirðinga sögu; ellegar að
sjónarhornið er hjá öðrum aukapersónum til að segja frá því sem gerist á
stöðum þar sem Gísli er ekki. Þannig fylgjum við sonum Vésteins og sjáum
hvernig þeir drepa Þorkel til að hefna föður síns. I öllum þessum tilvikum er
sjónarhornið svo fært aftur til Gísla sem og samræmist því að allir útúrdúrar frá
meginsöguþræðinum eru, eins og fyrr segir, hómódíegetískir.
Hin hlið háttargreiningarinnar varðar að sögn Genettes spurninguna um í
hve ríkum mæli er fjallað um einstaka atburði. I víðara samhengi hlýtur þetta
að vera spurning um „hagfræði" eða búskap textans og hlýtur þannig að
tengjast ástæðum atburðanna.
í Gísla sögu Súrssonar er athyglisvert hve mikið er rætt um örlög. Á yfir-
borði textans er atburðarásin þessi: Vésteinn myrtur, Gísli myrðir Þorgrím af
tveim ástæðum. Annars vegar er gamall ágreiningur bræðranna Gísla og
Þorkels sem byggist á að Gísli drap biðil Þórdísar systur sinnar sem var náinn
vinur Þorkels; sagt er beinum orðum að „Aldrei varð síðan jafnblítt með þeim
bræðrum“ (bls. 853). Hins vegar er atburðarásin á yfirborði skýrð með afbrýði
Þorkels í garð Vésteins (sem Ásgerður kona hans lítur hýru auga (sbr. bls. 859)
en reyndar er einnig gefið í skyn að Auður hafi verið hrifin af Þorgrími) og
öfund hans í garð Gísla.
Þetta eru sem sagt ástæður hinna átakanlegu atburða á yfirborði textans, en
á öðru stigi, sem kalla má dýpra eða hærra, er vísað á ákvörðun forlaganna: þar
kemur fram æðri, frumspekilegur máttur utan frásagnarsviðsins sem stjórnar