Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 283
Ég var sjónarvottur! Hvað gerðist?
281
Súrssonar. Hluti af því að ákvarða þennan hvarfpunkt er að taka fram að hann
myndast hjá viðtakanda textans: það er lesandinn sem verður að ábyrgjast
réttmæti þess að Gísli hafi verið leiddur af æðri máttar-völdum. Hér má
minnast hins þrískipta eftirlíkingarlíkans Ricoeurs, en Ricoeur segir eitthvað á
þá leið að í frásögn fylgjum við örlögum „formyndaðs“ tíma yfir í „síð-
myndaðan" tíma fyrir tilstilli „sammyndaðs" tíma. Hér heldur Ricoeur því
fram að samhengi áhrifasögu textans fari frá framtíð til fortíðar; í því efni má
rifja upp svipaða hugmynd Freuds sem var fyrstur - eftir því sem ég best veit -
til að benda á samhengi tímaþáttanna þriggja í frásögn: „Vakandi, sterk áhrif
vekja minningar um fyrri reynslu í skáldinu, oftast bernskureynslu, sem verður
uppspretta óskar sem svo rætist í skáldverkinu" (Freud, bls. 28). Hér má ef til
vill líta svo á að bernskureynslan vegi þyngst, en með sama rétti má gera ráð
fyrir að uppfylling óskarinnar, sem er væntanleg í framtíðinni, sé höfuðatriðið.
Þegar Freud bætir óðara við að „í sjálfu skáldverkinu megi bæði finna merki
um nýja tilefnið og gömlu minninguna“ „gleymir" hann hins vegar að óskin
rætist í framtíðinni, en á þann þátt hlýtur að verða að leggja mikla áherslu við
greiningu á verki á borð við Gísla sögu Súrssonar.
Það að eftirmælin um Gísla eru höfuðtema og viðfangsefni sögunnar kemur
enn skýrar fram í hinum mörgu höfundarinnskotum um örlög Gísla, sem vikið
verður að síðar.9 Hér skal aðeins nefnt að þessi niðurstaða samsvarar frásagnar-
hreyfingu textans, en henni er lítill gaumur gefinn í greiningu minni, sem
byggist á kenningum Genettes. Með frásagnarhreyfingu er hér átt við að fall
Gísla, útlegð hans og dauði, er miklað og upphafið (frá helli til tinds) meðan
sigur Barkar færir hann æ neðar í svívirðingum og mannamissi.
í Vopnfirðinga sögu er ekki um neitt að ræða sem samsvarar hvarfpunkt-
inum í Gísla sögu.10 Eins og áður kom fram er fjandskapur ættanna tveggja
skýrður með persónugöllum Helga, og sættirnar með næstu kynslóð eru
skýrðar í ljósi jákvæðra eiginleika Bjarna. Það lengsta sem við komumst við leit
að skýringu er þegar Geitir svarar spurningu Ölvis hins spaka um hvort Helgi
geri ekki á hluta manna: „Geitir svarar: „Það er helst á mér orðið um ójafn-
aðinn Helga að hann unni mér eigi að hafa himininn jafnan yfir höfði mér sem
hann hefir sjálfur““ (bls. 1998). Þetta getur bent til að þeir séu fulltrúar mis-
munandi trúarviðhorfa eða persónugerða.
c) Raddgreining (eða tjáningargreining) er þriðji og síðasti þátturinn í kenningu
Genettes um frásagnarorðræðuna. Genette skilgreinir „rödd“ sem færslu „frá
greiningu yrðinga til greiningar á venslum milli yrðinga og þess sem myndar
þær - sem nú er nefnt tjáning (e. enunciating)" (op.cit. bls. 213).
Tjáningargreiningin gerir grein fyrir hver segir frá andstætt módalitets-
greiningunni sem snýst um hver upplifir. Þetta tvennt er auðvitað nátengt hvort
öðru, enda er hægt að líta á tjáendur textans sem keðju: (1) höfund sem svið-
setur (2) söguhöfund sem sviðsetur (3) sögumann sem segir frá (4) persónum
sem mótast af (5) lesandanum. Þessi fimm atriði hljóta rökrænt séð alltaf að