Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 284
282
Keld Gall Jorgensen
vera fyrir hendi í frásögn, og innbyrðis spenna þeirra skiptir höfuðmáli í skiln-
ingi á textanum. Lesandinn (í lok keðjunnar) mætir textanum með alla reynslu
sína og fyrirfram mótaðar hugmyndir um heiminn, rétt eins og höfundurinn (í
hinum enda keðjunnar) hefur sínar forsendur.
Setja mætti þetta reynslubaksvið sem sjötta hlekk keðjunnar, sem grípi á
mótandi hátt inn í frásagnarformgerðina, en hér verður raddgreiningin ekki
fullunnin og verður látið þar við sitja að draga upp útlínur radd- eða tjáningar-
þáttanna.
Bæði í Gísla sögu Súrssonar og í Vopnfirðinga sögu eru, auk raddar sögu-
höfundar (sem birtist venjulega sem svonefnd höfundarinnskot), margs konar
raddir sem sagt er frá eða vitnað í og ýmist heyra til persónunni sem sjónar-
hornið er hjá eða öðrum persónum (um þetta, sjá t.d. Jorgensen 1983, 1984 og
1988). Höfundarinnskotin eru, auk áðurnefndra upplýsinga um tíma og stað
landnáms o.fl., oftast af þessu tagi: „og þykir Gísli mikið hafa vaxið af þessum
málurn" (bls. 854), „Það var þá mælt að sá væri skyldur að hefna er vopni kippti
úr sári. En það voru kölluð launvíg en eigi morð er menn létu vopn eftir í ben-
inni standa“ (bls. 864), „En þar var sem víða annars staðar að mönnum er þess
meira kapp á er fleiri koma til leikanna" (bls. 871), „Gísli kvað þá vísu er æva
skyldi:“ (bls. 871), „og sér enn merki jarðfallsins í dag“ (bls. 872), „og kom þar
þá enn það fram að Gísli var betur að íþróttum búinn en flestir menn aðrir“ (bls.
875), „En aðra þrjá vetur fer hann um allt ísland og hittir höfðingja og biður sér
liðs. En sakir þess tröllskapar er Þorgrímur nef hafði haft í seiðinum og atkvæða
þá verður þess eigi auðið að höfðingjar tækju við honum og þó að stundum
þætti þeim eigi svo ólíklega horfa þá bar þó alls staðar nokkuð við“ (bls. 876),
„Það kemur saman með öllum vitrum mönnum að Gísli hafi lengst allra manna
í sekt gengið annar en Grettir Ásmundarson" (bls. 876), „Gísli er þar um vetur-
inn og hefir hvergi verið jafnvel gert við hann í sektinni sem þar“ (bls. 878), „Og
eftir þetta fer Gísli í Geirþjófsfjörð til konu sinnar og hefir nú mikið aukist hans
frægð í þessum atburð. Og er það og sannsagt að eigi hefir meiri atgervimaður
verið en Gísli né fullhugi en þó varð hann eigi gæfumaður“ (bls. 885).
Þessar athugasemdir eru augljós merki um löngun söguhöfundar til að hafa
áhrif á túlkun lesandans á atburðunum. Ekki eru dæmi um sams konar athuga-
semdir í Vopnfirðinga sögu en í báðum sögunum er mikið af athugasemdum
sem snerta staðar- og tímaákvarðanir: „Það er upphaf á sögu þessi“, „Nú er þar
til máls að taka“, „Nú er fyrst frá horfið“ og svo framvegis.
Meiri athygli vekur hins vegar þegar sögurnar vísa til munnlegra heimilda á
eftirfarandi hátt:
Vopnfirðinga saga: frá því er sagt einhvern dag / eitthvert sumar er frá því
sagt / þess er getið / það er sagt (samtals 8)
það var sumra manna frásögn
það segja sumir menn
það höfðu menn fyrir satt