Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 286
284
Keld Gall Jorgensen
frásögjm
ssgan
efnissagan
{
{
a&lög«n (módúie nng)
nálgMn
Allar frásagnir rúma módúleringu að meira eða minna leyti, allt eftir því um
hvaða bókmenntastraum er að ræða eða, hvað sagnfræðina varðar, eftir því
hvort um er að ræða frásegjandi eða ekki-frásegjandi sagnfræði. í báðum til-
vikum hlýtur ímyndarstarfið (da. imaginariteten) að vaxa um leið og fjarlægðin
milli sögutíma og frásagnartíma vex.
Munurinn á skálduðum og óskálduðum frásögnum er sá, að þær fyrrnefndu
viðurkenna þann heim sem sýndur er í textanum sem hinn eiginlega heim, en
hinar síðartöldu tengja hann efnissögunni. Þessi munur er í sjálfum sér óháður
textanum og kemur eingöngu fram á sviði eftirlíkingar1 og eftirlíkingar3.
Coleridge sagði um skáldskapinn að hann byggði á þeim ásetningi að trúa því
skáldaða: „A willing suspension of disbelief". Andstætt því reynir sagnfræðin
að gera skýringarnar sannfærandi annars vegar með smíði hugtaka og hins
vegar með viðleitni til hlutlægni sem á sér endanlegan mælikvarða í gagnrýn-
inni sannprófun. Sannleiksviðmið frásagnarinnar er sjálfgefið en sagnfræðinnar
undirorpið gagnrýnni athugun.
Onnur forsenda þess að sögurnar eru í auknum mæli skoðaðar sem bók-
menntir og skáldskapur er að þær heimildir eru ekki fyrir hendi sem gert gætu
kleift að lesa þær á hinu efnissögulega plani, og í þeim tilvikum þar sem hægt
hefur verið að styðjast við aðrar heimildir hefur komið á daginn að sögurnar
víkja vísvitandi frá sannleikanum.12
Sögurnar eiga það sammerkt með öðrum skálduðum og sagnfræðilegum
textum að rúma bæði skáldskapar- og veruleikabrögð, og þær greina sig aðeins
frá með hinni sérstöku blöndu sinni, sem kemur fram í fyrrnefndri togstreitu
milli viðleitni til historia á sviði eftirlíkingar1 og 3 og viðleitni í átt til fabula á
eftirlíking2-planinu. Hægt er að sneiða hjá þessari togstreitu með því að afneita
sjálfum textunum og sérkennum þeirra eins og sumir þýðendur og fræðimenn
hafa stundum gert. En einnig má halda fram að bókmenntirnir og skáld-
skapurinn séu óhjákvæmilegur hluti veruleikans.
Tilvísanir
1 Sbr. Jiirg Glauser, 1988, sem sýnir ágætlega hvernig nálgast má sögurnar frá sjónarmiði
frásagnarfræði.
2 Danski bókmenntafræðingurinn Harly Sonne (sbr. Sonne og Grambye, 1980, og Sonne og
Rosenbaum, 1980) hefur rannsakað hvernig vitneskju er dreift í skáldskap.