Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 6

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 6
6 GLOÐAFEYKIR smjör 154,5 tn., ostur 45% 366,0 tn., óðalsostur 70,0 tn., 30% ostur 106,0 tn. og kasein 32,8 tonn. A árinu 1973 flutti Mjólkursamlagið út um 340 tonn af ostum til fjögurra landa: Bandaríkjanna, Svíþjóð- ar, Rússlands og Tékkóslóvakíu, en auk þess var allt kaseinið flntt til Danmerkur. Heildargreiðslur til framleiðenda á árinu 1973 námu 197,2 rnillj. kr. og höfðn hækkað um 50,7 millj. frá fyrra ári. Endanlegt verð til bænda á ltr. af innlagðri mjólk 1973 nam kr. 24,53, sem er 15 aurum yfir staðargrundvöll, en auk þess var uppbótin vöxtnð á miðju ári 1973. Jón Guðmundsson, Óslandi, var endurkjörinn í samlagsráð til 3ja ára, en aðrir í ráðinu eru Sigurður Sigurðsson, Brúnastöðum, Ólafur Þórarinsson, Flugumýrarhvammi, Sólberg Þorsteinssön, samlagsstjóri og Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri. H. R. Tr. AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS SKAGFIRÐINGA 1973 Fundurinn var haldinn á Sauðárkróki 31. maí og 1. júní. Form. félagsins, Gísli Magnússon, setti fundinn og bauð fundarmenn vel- komna. Minnti á, að Kaupfél. Skagf. væri 85 ára um þessar mundir (23. apríl). Væri þetta í fyrsta sinn, að aðalfundur væri haldinn í eig- in húsakynnum félagsins, hinum nýja sal úti á Eyrinni, en þar eru skilyrði öll hin beztu, bæði til fundahalda og veiting-a. Form. minntist Tobíasar Sigurjónssonar, fyrrrv. formanns K.S., með svofelldum orðum: „Nú hefur eftir sig orðið í Kaupfélagi Skagfirðinga. Fallinn er í valinn sá maður, sem oftar hafði sett aðalfund félagsins en nokkur annar, sá maður, sem gegnt hafði formennsku í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga lengur en nokkur maður annar í 85 ára sögu félags- ins . Tobías Sigurjónsson, bóndi í Geldingaholti, var fæddur 10. okt. 1897. Hann lézt að heimili sínu þ. 23. ágúst 1973. Tobías var kosinn í stjórn Kaupfél. Skagf. árið 1937 og æ síðan, en hafði áður verið deildarstjóri Seyludeildar K.S. um 10 ára skeið. Formaður kaupfé- lagsstjórnar var hann frá vordögnm 1938 óslitið til æviloka, eða hálfan fjórða áratug.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.