Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 8
8
GLOÐAFEYKIR
og stærri, og 37 ályktanir gerðar. Þá hélt stjórnin einn sameiginleg-
an fund með arkítektum S.Í.S., samlagsráði, deildarstjórum verz.l-
unardeilda félagsins og nokkrum starfsmönnum. Voru þar fyrst og
fremst rædd húsnæðismál, sem eru í hinu mesta öngþveiti sakir
óhæfilegra þrengsla, sem eru allri starfsemi þess, bæði skrifstofu-
haldi og verzlunarrekstri, til stórkostlegs baga. Hefur félagsstjórnin
árum saman og áratugum barizt fyrir að fá viðhlítandi athafnasvæði
fyrir starfsemi félagsins, en án nokkurs teljandi árangurs, þótt und-
arlegt megi þykja og næsta óvenjulegt. Nú er loks nokkur von um
að úr þessum málum rætist, eins og fram mun koma í skýrslu fram-
kæmdastjóra.
Form. rakti tillögur þær, sem vísað var til stjórnarinnar á síðasta
aðalfundi og skýrði frá, hversu farið hefði um framkvæmdir. Hann
drap á helztu framkvæmdir félagsins á liðnu ári og hinar miklu fjár-
festingar, svo og það helzta, sem gert yrði nú á þessu ári.
Þá flutti framkvæmdastjóri ýtarlega yfirlitsræðu, og fara rnegin-
atriði skýrslu hans hér á eftir.
G. M.
Arferði.
Síðasta ár vai' eitt hið bezta, sent um getur í þessu héraði. Gras-
spretta var með eindæmum góð og heyfengur á haustnóttum aldrei
meiri. Kjötinnlegg óx all-verulega á árinu og mjólkurinnlegg óx hér
meira á s. 1. ári en nokkurs staðar annars staðar á landinu. Afli, sem
barst á land bæði á Sauðárkróki og Hofsósi, hefur aldrei verið meiri.
Félagsmenn og fulltrúar.
Félagsmenn voru í árslok 1973 1351. í félagið gengu á árinu 34,
en burtfluttir 14 og dánir 23; að auki voru tvö félagsbú strikuð út af
félagaskrá, þannig að félögum fækkaði um 5 á árinu. A framfæri fé-
lagsmanna, að þeim sjálfum meðtöldum, eru 3.107. íbúar í Skaga-
firði voru 1. des. 1973 4.110 manns og hafði fjölgað um 70 frá fyrra
ári.
Á aðalfundi félagsins eiga sæti 52 fulltrúar úr deildum, auk 13
deildarstjóra, en auk þess hefur stjórnin, endurskoðendur og kaup-
félagsstjóri atkvæðisrétt á aðalfundi, eða samtals 75 manns.