Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 18

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 18
18 GLÓÐAFEYKIR Nýja kirkjan á Miklabœ. Myndin er tekin á vígsludaginn 3. júni 1973. í for- grunni eru rústir götnlu kirkjunnar, sem brann. að þeir nái samt sem áður að vekja þeim þær benjar, ag banvænar reynist. En engin félagssamtök lifa til lengdar á þeirri næringu einni saman, sem traust efuahagsstaða veitir. Megin kjölfesta hvers félags- skapar er skilningur félagsmannsins á gildi samtakanna og traust hans á forystumönnunum. Þegr hvorugt er lengur fyrir hendi, er líftaugin slitin, öflugasti burðarásinn brostinn. Þetta skildu gömlu samvinnumennirnir. Þess vegna lögðu þeir á það megin kapp, að skýra fyrir landsmönnum eðli samvinnustefn- unnar og tilgang, að rækta með mönnum samvinnuhugarfarið. Og þótt sú viðleitni hafi mjög sett niður á síðari árum var þessi starf- semi frumherjanna svo árangursrík, að enn býr að þeirri fyrstu gerð. Á sviði þessarar stefnuboðunar eru íslenskir samvinnumenn þó tvímælalaust á undanhaldi. Það lýsir sér í tómlæti og áhugaleysi manna á starfsemi félaganna. Dræm sókn á fundi þeirra ber þessa ljósan vott. Gömlu samvinnumennirnir halda að vísu enn þá áttum, en séu þessi mál rædd við yngra fólk, er komið að tiltölulega tómum kofum. En það er ekki fólksins sök, leiðsögn hinna eldri hefur brost- ið. Þarna liggur megin hættan, og það verður örlagaríkt fyrir sam- vinnufélögin, ef forkólfar þeirra horfa fram hjá henni. Látið var í veðri vaka að á aðalfundi S.Í.S. í vor yrði einkum rætt

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.