Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 19

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 19
GLÓÐAFEYKIR 19 um útbreiðslu- o°' fræðslumál á ve«;um samvinnusamtakanna. Guð láti gott á vita. Ekki er mér kunnugt um niðurstöðu þeirra um- ræðna, en vonandi á árangursins eftir að verða áþreifanlega vart. Einstöku kaupfélög hafa ráðið í þjónustu sína sérstaka fræðslufull- trúa, en þó mun þar yfirleitt ekki vera um fast starf að ræða. Svo þyrfti þó að vera, því að hæpið er, að slíkt starf geti verið ígripa- vinna ef rækja á það með viðunandi árangri. Hugsanlegt er hins- vegar að tvö eða fleiri nágrannakaupfélög geti sameinast um einn mann, er ynni að þessum málum á vegum þeirra árið um kring. Samvinnustefnan hefur unnið stóra og þýðingarmikla sigra á sviði verzlunar og viðskipta og verða þeir vart ofmetnir. Úrræðum henn- ar þarf að beita á fjölmörgum öðrum sviðum og á því er vaxandi nauðsyn í þessu þjóðfélagi. En fyrir lítið koma sigurvinningar utá- við, — og eru raunar skammgóður vei'mir, — ef ekki eru jafnframt treystar hinar innri varnir. Sá þáttur hefur nú um hríð verið van- ræktur og verði þar ekki bót á ráðin hið fyrsta, er hætt við að halla taki undan fæti fyrir samvinnuhugsjóninni. Það slys má ekki henda. Magnús H. Gíslason.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.