Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 23

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 23
GLÖÐAFEYKIR 23 Yona að Hólar eflist á alla grein Viðtal við Friðbjörn Traustason. Skagafjörður er ýmsum héruðum auðugri af merkum sögustöðum, enda var hann löngum á liðnum öldum vettvangur mikilla og ör- lagaríkra atburða. Naumast leikur á tveim tungum að hæst af þess- um sögustöðum beri Hóla í Hjaltadal. Voru þeir líka í alda- raðir annar af tveimur raunveru- legum höfuðstöðum landsins alls. En þótt hlutur og staða Hóla í íslandssögunni breytist ekki og þótt Skagfirðingar muni trúlega enn um langan aldur fara „heirn til Hóla“ hefur þó staðurinn sjálfur tekið miklum stakkaskiptum í tíð núlifandi manna og eflaust meiri en á mörgum öldum áður. Frá því að ég leit Hóla fyrst hefur orðið þar mikil bylting í ræktun og bygg- ingum, enda verið búið þar höfðinglega, svo sem hæfir. Eitt er það þó á Hólum, sem sáralítið hefur breytzt í mínu minni, og það er hann Friðbjörn. Þótt árin, sem hann hefur lagt að baki, séu nú æði mörg orðin, sýn- ist mér hann undralítið hafa breytzt í útliti, — og ég tala nú ekki um að innri gerð. Það er eins og spjótalög ellinnar hafi hrokkið af þeirri brynju karlmennsku og glaðværðar, sem hann hefur klæðzt, ekki fyr- ir fordildarsakir, heldur af því að hún er honum ásköpuð og eðlis- gróin. Og nú hefur svo ráðist, að ég fari á fjörurnar við Friðbjörn, fyrir Glóðafeyki. En á þess að vísu von, að hann reynist fremur tregur Friðbjörn Traustason.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.