Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 32

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 32
32 GLÓÐAFEYKIR þorrablótunum. Þarna fór margt frani: Fyrirlestrar, uppleStrar, kór- söngur, leiksýningar, íþróttasýningar og svo auðvitað dansinn. Nú eru þorrablótin ekki orðin nema svipur hjá sjón, enda nóg af skemmtunum um allar jarðir, kannski meira að segja fullmikið til þess að fólk geti lengur skemnrt sér. — Já, það breytist margt á langri leið. Er ekki skólabragur á Hól- um t. d. orðinn nokkur annar en á fyrri árum þínum þar? — Jú, hann hefur náttúrlega mikið breytzt. Og mér finnst nú sannast að segja að sú breyting sé ekki til bóta, þó að það kunni að þykja elliglöp. En þessi breyting er í rauninni eðlileg. Áður fyrr komu nemendur yfirleitt rniklu þroskaðri í skólann, voru margir um og yfir tvítugt. Fyrir mörgum var þetta eina skólagangan. Þeir komu í skólann til þess að læra. Núna eru margir nemendur nýlega fermdir. Ég er ekki viss um að þeir geri sér allir fyrirfram næga grein fyrir því hvers eðlis námið er, og að það krefst ástundunar og reglu- semi, eigi þeinr að notast að dvölinni í skólanum. En það neyðir enginn þann ungling til þess að læra, sem ekki vill það. Og enn sem fyrr geta þeir nemendur, sem það vilja, sótt sér lærdóm og þroska til Hóla og ég efast ekki um, að þar séu á hverjum vetri margir ágætir nemendur. Vonandi verður svo um langa framtíð að Hólar haldi ekki aðeins stöðu sinni í þjóðlífinu, heldur eflist á alla grein. Og ég tel það skyldu Skagfirðinga að stuðla að því að svo megi verða, — og raunar allra Norðlendinga. Og nú kemur hún Þyri í dyrnar og tilkynnir að matur sé til reiðu. Frðibjörn rís á fæutr og strýkur gælandi hendi um orgel, sem stend- ur upp við norðurvegginn. — Ég fékk þetta í gær, segir hann og er auðheyrður ánægjuhreim- ur á röddinni. Og vonandi fær hann enn um hríð að una sér við orgelið sitt, þótt tónar þess hljómi nú ekki lengur undir Hólabyrðu. Stuttur eftirmáli. Friðbjörn á Hólum hefur löngum verið hlédægur maður. Hann getur þess eigi í viðtalinu hér að framan, að honum voru falin rnarg- vísleg enduruskoðunarstörf. Hann getur þess eigi, að hann sat fjölda ára í stjórn Kaupfélags Austur-Skagfirðinga í tíð tveggja ef ekki þriggja framkvæmdastjóra, — og á vafalaust margar minningar frá starfinu þar. Hins var eigi að vænta, að Friðbjörn færði orð að því, eins og mér er þó í Ijósu minni, að hann var á yngri árum íþrótta- maður og ágætur glímumaður. Magnús H. Gíslason,

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.