Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 34

Glóðafeykir - 01.11.1974, Blaðsíða 34
34 GLOÐAFEYKIR Moldvörpustarfsemi getur valdið tímabundnu tjóni. En fyrr eða síðar kemur hún þeim sjálfum í koll, sem ástunda hana af mestri elju. Nálega heillar aldar saga sannar, að kaupfélögin hafa reynzt gjör- vallri landsbyggð hreinar bjargvættir, hafið íslenzka alþvðu úr ör- birgð til bjargálna. Engin rök eru þarna tiltæk til andmæla. Félög- in hafa frá öndverðu átt við meir og minna óbilgjarna andstöðu að etja. Svo er enn. Fyrir því þurfa samvinnumenn sífellt að vaka og vinna markvisst að æ vaxandi þroska þeirra samtaka, er öllum al- menningi hafa bezt reynzt. Og þrátt fyrir allt kemur mesta hættan naumast að utan, heldur innan frá. Það kann að reynast alvarleg hætta. Flún á rætur að rekja til félagsmanna sjálfra, þeirra sem brestur skilning á eðli og anda samvinnustefnunnar, þeirra sem að- eins eru samvinnumenn í orði, en láta sig félagsskapinn litlu skipta, líta á félag sitt sem óviðkomandi og óskyldan aðilja, telja sig eiga kröfu á félagslegum réttindum og hlunnindum, en hirða lítt um fé- lagslegar skyldur, álíta einsætt að sitja við þann eldinn, sem bezt brennur hverju sinni, án allra heilabrota um hversu lengi og glatt hann logar. Þeir hafa framhjá við hvert tækifæri, sem býðst, kaupa vörur hvar sem er, selja vörur hverjum sem er, ef þeir þykjast eygja einhvern ábata, sem oftast, ef ekki ævinlega, reynist blekking ein, þegar grant er skoðað og upp er staðið. Þeir skaða sjálfa sig, þeir skaða félagsheildina, en kaupmaðurinn hefur ábatann — eða hver sem það nú er, sem hlut á að máli hverju sinni. Þessir ,,gæsalappa“-samvinnumenn eru alltof margir. Framhjá- tökurnar þykja jafnvel eðlilegar og ekkert tiltökumál. Samvinnu- hugsunin hefur sljóvgast. í gamla daga, þegar eldur fór um hugi manna og kaupfélögin börðust fyrir lífi sínu, hefðu slíkir yfirborðs- samvinnumenn verið taldir óalandi og óferjandi. En þess er líka rétt og skylt að gæta, að hér er ólíku saman að jafna. Aður voru fé- lagsmenn kaupfélaganna nokkur hundruð, nokkur þúsund. Nú skipta þeir tugum þúsunda. Það er eigi hægt að ætlast til þess, að allir séu þeir jafn heilsteyptir samvinnumenn og brautryðjendurmr voru og baráttumennirnir, þeir sem skiluðu okkur dýrustum arfi. Við erum sjálfsagt fæstir gæddir þeim heilhug og hita, jafnvel þótt við teljum okkur vera góða samvinnumenn. En fái samvinnufélögin að njóta fulls jafnréttis við sambærilega aðlija í þjóðfélaginu — og til þess verður að ætlast, jafnvel þótt stundum hafi misbrestur nokk- ur á orðið — þá er augljóst mál, að sé þeim á annað borð einhver háski búinn, þá kemur sá hdski innan frd, en eigi að utan. Hættan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.