Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 37

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 37
GLOÐAFEYKIR 37 Jón Gunnlaugsson F. 13. febr. 1899. D. 19. okt. 1970. (Jón Gunnlaugsson var mætur maður og maklegur þess, að hans væri rækilega minnzt. Hins vegar hefur Glóðafeykir aldrei tekið venjulegar eftirmælagreinar til birtingar; má og eigi til slíks ætlast af Félagstíðindum Kaupfélags Skagfirðinga. Vegna einlægs áhuga höf., Jóns bónda Guðbrandssonar í Saurbæ í Fljótum, á að fá þessa minningargrein um vin sinn birta einmitt í þessu riti, er hér undan- tekning gerð, en greinin stytt og allrækilegri ættfærslu m. a. sleppt. Er höf. beðinn að virða það á betri veg. G. M.). Jón var sonur Gunnlaugs Jónssonar og konu hans Sigríðar Guð- varðardóttur. Hann ólst upp með foreldrum sínum á Mjóafelli í Stíflu, en missir föður sinn er hann og systkini hans eru enn á barns- aldri. Sigríður dvelur þó enn áfram þar, ól- ust því börn hennar upp með afa sínum og ömmu, Jóni Gunnlaugssyni eldra og Guð- rúnu Jónsdóttur. Árið 1916 lézt Guðrún. Jón eldri hætti búskap 1917, en þetta fólk hélt veru sinni áfram í Stíflu og dvaldi samvistum, sem síðar mun sagt. Snemma kom það fram að Jón mundi mikið mannsefni, skar hann sig mjög í ætt Melbreiðarmanna, en Guðvarður afi hans var einn fjölhæfasti atorkumaður sinnar samtíðar í Fljótum. Jón vandist snemma hirðingu búfjár og algengum sveitastörfum, ferðalögum um fjöll og yfir óbrúaðar ár. Þá sem oftar sýndi sig að þessi ungi maður var til forráða fallinn: ósérhlífni, þrek og harð- fylgi fór þar saman. Sjálftraust hans og stálvilji fór ekki fram hjá neinum, sem með honum voru, og menn treystu honum. í blindhríð og fannburði Fljóta þurfti oft að tefla djarft. Þá fór Jón fyrstur og Jón Gunnlaugsson.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.