Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 38

Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 38
38 GLOÐAFEYKIR hélt stefnunni. Þáði ekki hvíld meðan þrek entist. Ég held að hin alkunna vísa Jóns biskups Arasonar hafi átt bezt við hann allra þeirra manna, er ég hef kynnzt, en hún er þannig: Ég held þann ríða úr hlaðinu bezt, sem harmar engir svæfa. Hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæfa. O Jón var allt í senn: góður, traustur, réttsýnn og skemmtilegur fé- lagi og vinur, sem ávann sér ást og virðingu samferðamanna sinna. Jón fór til sjós sem flestir Fljótamenn þeirra tíma, og þótti þar sem annars staðar eftirsóttur liðsmaður. Eitt sinn hrökk hann út af trillu frá Ólafsfirði, en náðist inn aftur. Jón var meðalmaður að stærð, hafði sívalan og liðlegan vöxt, lánlegur á velli, snar í hreyf- ingum og fasi, handtök hans ófúin, þurfti enginn að bíða lengi, er þurfti þeiina með. Ljóshærður með grá, góðleg augu, lýstu þau vilja- festu, fjöri og ákafa; allur var maðurinn vel á sig kominn og hinn virðulegasti. Frá 1917 til 1921 mun Jón hafa átt heimili á Nefstöðum í Stíflu. En árið 1921 byrjar hann búskap á Deplum og býr með móður sinni. Arið 1924 flytzt þetta góða fólk flest að Mjóafelli aftur, þar sem Jón hélt búi til 1963. Arið 1938 er hann fyrst kosinn í hreppsnefnd og er þá eitt kjörtímabil. Árið 1946 er hann aftur kosinn í hrepps- nefndina og verður þá oddamaður hennar. Oddvitastöðu heldur hann svo óslitið til 1963. Sýslunefndarmaður Holtshrepps 1942— 1966. Forðagæzlu hafði hann á hendi um árabil, enda þótt oftast væri hann ekki fóðurbirgari en aðrir, enda jörð hans þekktari fyrir landgæði og útbeit en uppgripa slægjur. Þá reyndist hann vel í þeim vanda, er oft steðjaði að í þeim málum. Framtakssemi, úrræði og kjarkur, samfara greiðvikni hans við fóðurútveganir og fleira, held ég að hafi engum brugðizt. Svo var um flest þau mál, sem hann kom nærri. Hann tók byrðina sjálfur, ef þess þurfti með, og hélt sveitungum sínum í kulvari við sjálfan sig, svo lengi sem efni hans leyfðu. Á Mjóafelli bjó Jón góðu búi, reisti þar hvert hús frá grunni, sléttaði túnið og girti. Gestaglaður var Jón og fólk hans og eiga margir þaðan ljúfar minningar. Aðhlynning öll og rausn í göngum og réttum virtist þar oft um efni fram. Glaumur og gleði ríkti þá á Mjóafelli sem væri það í stórveizlum liðinna tíma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.