Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 47

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 47
GLOÐAFEYKIR 47 Eftir snarpa hreðu um vegamálin bauð oddviti mönnum í nefið úr silfurdósum. Álitu sumir hann væri með því að prófa hverjir næðu ekki upp í nefið á sér. Eftirfarandi vísa sýnir að öllu var óhætt í það sinn, því nefndarmaður Hofshrepps, J. sem hafði tekið stíf- an þátt í umræðunum, lét þessa vísu fylgja dósunum til baka. Enn er ,,Rósa“ söm við sis; 77 O — sólarljós ég kenni, — silfurdósin mýkti mig, má því hrósa henni. Úr bókun samgöngumálanefndar: Unnið úr umþenkingu aukið viðhaldsfé. Fjárhagsnefnd hlaut flengingu, forögtun, háð og spé. Heitt blóð til höfuðs sté. Af því hlauzt orðasenna — ýmsum var það að kenna — til skammar, og má ekki ske. Nefndarmaður Haganeshrepps, Hermann Jónsson, var fund eftir fund óánægður með afgreiðslu samgöngumálanefndar. Lét hann oft bóka þéttings greinargerð fyrir atkvæði sínu. Þegar þetta hafði geng- ið svo þrisvar sinnum, orti formaður samgöngumálanefndar, Jón á Hofi: Nefndarmannsins greinargerð O O gutlar troðnar slóðir. Afturgengin — ein á ferð. Ekki eru kostir góðir. Eins og að framan greinir áttu sýslunefndarkosningar að fara fram á þessu vori. Ekki var trútt um, að uggur væri í sumum um sína aft- urkomu á sýslufund. Það viðhorf kom glögglega fram í eftirfarandi vísum, ortum af nefndarmanni Rípurhrepps, Gísla Magnússyni í Eyhildarholti. Talað var um að kvikmynda merka staði og atvinnu-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.