Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 52

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 52
52 GLOÐAFEYKIR börn á heimili sínu langtímum saman. Ólu þau systkini og upp frá bernsku Erlu Steingrimsdóttur, nú húsfr. á Meyjarlandi. Stefán Sigurfinnsson gegndi margháttuðum tiúnaðarstörfum, svo sem vænta mátti. Hann sat í hreppsnefnd hátt í 40 ár og var oddviti hreppsnefndar rneir en 20 ár; rækti hann það starf af frábærri reglu- semi og nákvæmni, svo að naumast varð framar farið; unni og sveit sinni heilum huga og vildi veg hennar sem mestan í hverjum hlut. Lengi var hann umboðsmaður Brunabótafél. ísl. og áratugi deildar- stjóri Skarðsdeildar Kaupfél. Skagf., enda samvinnumaður eindreg- inn. Þau störf sem önnur, er Stefáni voru falin, innti hann af hendi af þeirri samvizkusemi og trúmennsku, sem honum var í brjóst lagin. Gísli Ólafsson, skáld frá Eiríksstöðum, lézt þ. 14. janúar 1967. Hann var fæddur á Eiríksstöðum í Svarárdal vestur 2. jan. 1885, sonur Ólafs bónda þar Gíslasonar, bónda á Eyvindarstöðum í Blöndudal, Ólafssonar bónda þar, Tórnas- sonar, og konu hans Helgu Söhradóttur bónda á Syðri-Löngumýri, Sölvasonar. Skáldgáfu sína hlaut hann í arf úr báðum ætturn, var t. a. m. móðurfaðir hans, Sölvi á Löngumýri, ágætur hagyrðingur. Gísli óx upp í föðurgarði og var til heim- ilis á Eiríksstöðum fram um þrítugsaldur, vann bæði heima þar og heiman. Eigi naut hann skólagöngu eftir fermingaraldur utan þess, að hann var einn vetur á unglinga- skóla, er Árni Hafstað hélt á heimili sínu { \h'k. En hann las mikið og rnundi vel, varð því víða heima, sérstaklega í íslenzkum ljóðaskáldskap, eldri og yngri. Arið 1914 kvæntist Gísli Jakobínu Þorleifsdóttur úr Bolungarvík vestra, lifir hún mann sinn. Fyrst voru þau í húsmennsku á Berg- stöðum í Svartárdal, ungu hjónin, bjuggu þvínæst fáein ár á Hóla- bæ í Langadal, hurfu þaðan til Blönduóss og loks til Sauðárkróks árið 1938; þar stóð svo heimili þeirra æ síðan. Gísli stundaði dag- launavinnu og þó ekki að staðaldri. Hann var sveimhugi og við- kvæmt náttúrubarn, unni frelsi og sjálfræði, þoldi illa öll bönd, sem föstum störfum eru jafnan samfara. Þó komst hann sæmilega af, reisti þeim hjónum íbúðarhús á Sauðárkróki, er hann nefndi Eiríks- Gisli Ólafsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.