Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 53

Glóðafeykir - 01.11.1974, Qupperneq 53
GLÓÐAFEYKIR 53 staði, og varð þess lítt vart, að þröng væri í búi; mun og eiginkona hans, sem búin er bæði fyrirhyggju og dugnaði, hafa átt drjúgan hlut að farnaði hans. Þrjú eru börn þeirra hjóna: Hulda, húsfr. á Sauðárkr., Ólafur, póstmaður á Sauðárkróki og Guðrún, húsfr. í Reykjavík. Gísli Ólafsson var í minna meðallagi á vöxt, lítið eitt lotinn í herð- um, andlitsfallið frítt, svipurinn margræður — fjarrænn og dreym- inn á stundum, í annan tíma ljómandi af gleði og gáska. Hann var mætavel greindur og sérstaklega fjölgefinn, gæddur næmri tónlistar- gáfu, lék á orgel og var um skeið organisti í Bergstaðakirkju. Hann var drátthagur í bezta lagi, hafði til að hera frábæra leik- og hermi- gáfu, hafði rödd úr hvers manns barka og svipfar og látbragð marg- breytilegt að sama skapi. „Gísli var gæddur frásagnargáfu svo af bar, færði allt söguefni mátulega í stílinn svo áheyrilegra yrði. Því var oft hin mesta skemmtun af samverustundum með honum“. (Hannes Pétursson). Kvæðamaður var hann ágætur. Hann kom oft fram á skemmtunum og gleðimótum, bæði á heimaslóðum og í höfuðstaðn- um, sagði sögur, las upp ljóð, söng gamanbragi eftir sjálfan sig og aðra. „En þótt hann væri gleðimaður og óragur í fjölmenni, hafði hann langmest yndi af samræðum og fjöri í litlum hópi samvalinna manna". (H. P.). Kunnastur var þó Gísli af kveðskap sínum. Hann var landskunnur hagyrðingur og skáld. Hann orti kynstrin öll af kvæðum og stökum, og var að vísu eigi allt mikill skáldskapur, enda naumast til langlifis ætlað. Bezt lét honum að yrkja undir alþýðlegum bragarháttum. Hann var meistari ferskeytlunnar, enda stökur hans ýmsar í hvers manns munni. Hann var ljóðrænn í hugsun og skáldskap. Hann orti listagóð kvæði undir ferskeyttum hætti, þar náði hann lengst. Gísli Ólafsson gaf út 6 ljóðabækur: Ljóð 1917, Nokkrar stökur 1924, Ljóð 1929, Heiman úr dölum 1933, Á brotnandi bárum 1944, ogloks 1 landvari 1960. Hann naut lítils háttar skáldalauna „í viður- kenningu þess, að ljóð hans og lausavísur voru á hvers manns vör- um“. (Sr. Þ. St.). 5—6 síðustu árin var Gísli farinn að heilsu og söngurinn þagnað- ur. En ljóð hans nokkur og stökur munu lengi tamar í munni. Þóra Jóhannsdóttir, húsfr. í Stórugröf syðri á Langholti, lézt þ. 29. jan. 1967. Hún var fædd að Halldórsstöðum á Langholti 5. nóv. 1903, dóttiy Jóhanns, síðast bónda á Torfustöðum í Svartárdal vestur, Sigfússon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.