Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 60

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 60
60 GLÓÐAFEYKIR Eyjafirði Ólafssonar, og Geirlaugar Þórarinsdóttur á \reigastöðum á Svalbarðsströnd. }ón fluttist í bernsku með foreldrum sínum að Jökli og var þar með þeim til 10 ára aldurs, er hann fór til móðurbróðurs sfns í Hlíðarhaga norður þar. Tæplega tvítugur flutti hann vestur hingað til Skagafjarðar, að Glæsibæ í Stað- arhreppi. Aftur hvarf hann norður á æsku- stöðvar og dvaldist þar um stund. Enn fór hann hingað vestur og aftur að Glæsibæ, en þar var þá Jóhamies bróðir hans farinn að búa. Þar kynntist hann konuefni sínu, Guðrúnu Jónsdóttur, alsystur Zófoníasar í Stórugröf, sjá Glóðaf. 1973, 14. h. bls. 78. Þau giftust 1915. Voru í húsmennsku í Glæsi-bæ fyrstu árin, en fluttu að Breið- stöðum i Gönguskörðum 1919 og bjuggu þar 1 ár, í Steinholti hjá Vík 1920—1925, fluttust þá til Sauðárkróks ogstóð þar heimili þeirra upp þaðan. Jón missti konu sína 1962. Þau eignuðust 4 börn og lifa 3 dætur: Ólína, húsfr. í Hátúni á Langholti, Sigriður, húsfr. í Klambraseli í Reykjahverfi norður, og Lilja, húsfr. á Sauðárkr. Jón hafði jafnan nokkuð af skepnum og fór vel með; stundaði annars verkamannavinnu, var og um skeið ökumaður með hest og vagn eða sleða. Hann var vel verki farinn og mikill trúleiksmaður, snyrtimaður frábær í starfi og vaudaði öll sín verk, svo að naumast varð betur gert. Jón Jóhannesson var með hæstu mönnurn á velli, frekar grann- vaxinn, toginleitur, vel farinn að öllu. Hann var stilltur maður og prúður, hógvær og hæglátur, jafnlyndur, geðtaminn til hlítar. Hlé- drægur og heldur seintekinn, en hlýr og notalegur í umgengui. Hann var um alla hluti traustur maður og vandaður, vel metinn og vinsæll af samferðamönnunr og tnun engan hafa átt að óvildar- manni. Snorri Stejánsson, f. bóndi í Stórugröf á Langholti, lézt þ. 23. júní 1967. Fæddur var hann á Páfastöðum á Langholti 23. des. 1878. For- eldrar: Stefán bóndi Jónasson, bónda á Uppsölum í Svarfaðardal, Rögnvaldssonar hreppstj. á Brekku í sönru sveit, Rögnvaldssonar, og Jón Jóhannesson

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.