Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 69

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 69
GLÖÐAFEYKIR 69 Þorsteinsson bónda í Hvammkoti í Tungusveit, Lárussonar bónda á Brúnastöðum, Þorsteinssonar, og konu hans Guðrúnar Jóhannes- dóttur bónda í Neðra-Lýtingsstaðakoti (nú Árnes), Jónssonar, og fyrri konu hans Önnu Bjarnadóttur á Sjávarborg. Þau Ingibjörg og Jóhannes hófu búskap á Lýtingsstöðum 1912 og bjuggu þar 3 ár, þá í Litladalskoti (nú Laugardalur) til 1919, keyptu þá Uppsali í Blönduhlíð, fluttu þangað og bjuggu þar til 1924. Það ár lézt Jóhannes mjög um aldur fram, aðeins rösk- lega fertugur. Var að honum mikill mann- skaði, maðurinn ágætlega gefinn og gerður, vel menntaður og gæðadrengur. Synir þeirra hjóna eru tveir: Jóhann Lárus, Ingibj. Jóhannsdóttir hreppstj. og bóndi á Silfrastöðum, áður menntaskólakennari, og Broddi, skólastj. Kennarask. ísl. í Reykja- vík. Eftir lát manns síns seldi Ingibjörg jörðina og fór að Silfrastöð- um fyrst, en þar bjó þá systir hennar og mágur, og var þar um nokk- urt skeið. Síðan hóf hún kennslustörf og stundaði þau um langt ára- bil víðs vegar hér í Skagafirði: Á Hólum í Hjaltadal, úti á Skaga, lengi í Lýtingsstaðahr. og loks í Varmahlíð. Er hún lét af kennara- störfum hvarf hún til Reykjavíkur og var þar um hríð, m. a. á heimili Brodda sonar síns, en síðustu árin þrjú var hún á Silfra- stöðum hjá Jóhanni Lárusi syni sínum og konu hans, frú Helgu hús- mæðrakennara Kristjánsdóttur bónda í Fremstafelli í Kinn. Ingibjörg Jóhannsdóttir var fönguleg kona á velli, fríð og fyrir- mannleg ásýndum. Hún var ágætlega greind, sköruna;ur í geði, djarfmannleg í orði og athöfn, dugur og kjarkur óbilandi, stóð fast á rétti sínum 02 lét ekki deman sí^a, ríklunduð 02 ráðrík 02 bar höfuðið hátt. Hún var glaðlynd kona að eðlisfari, skemmtileg í við- ræðu og víða heima. Hún lét sig félagsmál miklu skipta, var t. a. m. ein þeirra, er gengust fyrir stofnun Kvenfél. Ákrahr., mikilhæf kona og minnisstæð. Halldór Stefánsson, verkam. á Sauðárkr., lézt þ. 17. des. 1967. Fæddur var hann á Bjarnastöðum í Blönduhlíð 3. ágúst 1887, sonur Stefáns bónda þar Bjarnasonar og konu hans Aðalbjargar Magnúsdóttur. Var Halldór albróðir Páls, sjá Glóðaf. 1969, 9. h. bls.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.