Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 71

Glóðafeykir - 01.11.1974, Page 71
GLOÐAFEYKIR 71 bónda Ketilssonar í Kollafirði, og konu hans Sigurlaugar Jónsdótt- ur bónda í Hvítuhlíð. Guðmundur var þegar á fyrsta ári tekinn í fóstur af þeim hjón- um á Þambárvöllum í Bitru, Skúla Guð- mundssyni og Ólöfu Jónsdóttur. Reyndust þau honum sem beztu foreldrar og kostuðu hann m. a. til náms í unglingaskólanum á Hedyalsá. Arið 1923 fór hann til foreldra sinna, er reist höfðu bú í Þrúðardal í Kolla- firði 1910, og gerðist fyrirvinna hjá þeim. Tók sjálfur við búi í Þrúðardal 1931 og bjó þar til 1951, fluttist þá hingað í Skagafjörð til aðstoðar Sigurlaugu systur sinni í Kálf- árdal í Gönguskörðum, er þá hafði misst mann sinn frá 6 ungum börnum; þaðan fór hann í húsmennsku að Tunsrn, en tók Insr- veldarstaði syðri til ábúðar 1954 og bjó þar til æviloka. Guðmund- ur var snyrtimaður í búnaði, vandvirkur og mikill eljumaður. í Þrúðardal vestra reisti hann íbúðarhús og peningshús öll, í Tungu reisti hann fjárhús og íbúðarhús á Ingveldarstöðum. Hann sat aldrei auðum höndum. Hann fór vel með allar skepnur og hafði af þeim yndi og arð. Guðmundur Andrésson var góður meðalmaður á hæð, grannvax- inn og grannleitur. Hann var greindur vel, „hæglátur og prúður í allri umgengni, fastur í skoðunum og óáleitinn við aðra, orðvar maður og grandvar á allan hátt“. Merkur maður og nákunnugur Guðmundi, Guðbrandur í Broddanesi, lét orð falla um hann á þessa leið: „Mundi í Þrúðardal, svo var hann nefndur í heimasveit sinni, — um nafnið hljómaði hlýleiki, glaðværð og vinsemd. Þessar kennd- ir voru sterkir þættir í skapgerð hans og öll hans framkoma og við- mót einkenndust af alúð og fínum, kurteisum húmor. Guðmundur var vinsæll og góður nágranni, hjálpsamur er til hans var leitað, traustur félaoi os; samstarfsmaður“. Guðmundur kvæntist ekki né átti börn. Guðm. Andrésson Sigurður Sigurðsson, Efra-Ási í Hjaltadal, lézt þ. 21. des. 1967. Hann var fæddur á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal 19. júlí 1883. Foreldrar: Sigurður bóndi í Brekkukoti (nú Laufskálar) í Hjalta- dal Sölvason, bónda á Reykjarhóli á Bökkum, Þorlákssonar, og kona

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.