Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 74

Glóðafeykir - 01.11.1974, Side 74
74 GLOÐAFEYKIR Sunnuhvoll) í Blönduhlíð, Kristjánssonar, og konu hans Jóhönnu Hallgrímsdóttur bónda í Úlfsstaðakoti, Friðrikssonar. Hinrik ólst upp með foreldrum sínum á Hafragili og dvaldi þar unz hann tók sjúk- dóm þann, er leiddi til dauða. Hinrik var hár vexti og allþrekinn, gervi- legt ungmenni, geðfelldur í sjón og raun. Hann var mannsefni gott og þótti sýnt, að hann myndi eigi bregðast þeim vonum, er við hann voru bundnar, ef enzt hefði aldur. Guðrún Jónsdóttir, síðast húsfr. á Sauðárkr., lézí 1. rnarz 1968. Fædd var hún á Gautastöðum í Stíflu 2. júlí 1886, dóttir Jóns bónda þar, Guðmundssonar bónda í Lundi í Stíflu, Einarssonar, og konu lrans Sigríðar Pétursdóttur bónda á Sléttu í Fljótum, Jónssonar bónda þar og í Utanverðunesi, Ólafssonar. Guðrún ólst upp með foreldrum sínum, fluttist með þeim á fyrsta aldursári að 111- ugastöðum í Austur-Fljótum og þaðan að næsta bæ, Brúnastöðum, árið 1893. Þar var hún allt til 1928, fyrst sem ung mær og heimasæta og síðan liúsfreyja. Árið 1909 giftist Guðrún Sveini Arn- gxímssyni frá Gili í Fljótum, sjá þátt af hon- um í Glóðaf. 1973, 13. h. bls. 46. Hann lézt 7. marz 1963. Barna þeirra 6, er upp kont- ust ,er getið í þætti Sveins. Eftir lát rnanns síns bjó Guðrún hjá dóít- ur sinni og tengdasyni á Sauðárkr. Guðrún Jónsdóttir var í meðallagi á vöxt, fríðleikskona. „Guð- rún var prýðilega greind kona. Lífsþorsti hennar var rnikill, hana langaði til að sjá sem flest, læra sem rnest og reyna alla hluti. Kvöld- vökurnar voru hennar eini skóli, eins og rnargra á þeim árum. Og drjúga þekkingu hlaut hún af lestri góðra bóka, g-amalla og nýrra, en allt var lesið, senr til náðist, gaumgæft og vandlega skoðað. Alltaf var hún í jafnvægi, ht'að sem á gekk umhverfis hana. En hún hélt fast á sínu máli ef svo bar undir, og lét þá engan segja sér til vegar. Hitt var þó ríkast í eðli hennar, að vilja allt til betri vegar færa, Guðrún Jónsdóttir Hinrik Sveinsson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.