Skírnir

Volume

Skírnir - 01.09.1988, Page 15

Skírnir - 01.09.1988, Page 15
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR 221 III Elsta saga Ira í þessum flokki mun vera Baile in Scdil, The Phantom’s Frenzy. Hún segir frá forsögulegum konungi, Conn Cétchathach að nafni. Dag nokkurn fór hann upp á virkisvegg konungssetursins í Tara með þremur drúídum sínum og hirðskáldi, því að það var sið- ur hans að gera svo daglega ef ske kynni að fólkið úr hulduhólun- um eða Fomoríarnir gerðu óvænta árás á írland. Þennan dag sló skyndilega yfir þá gerningaþoku. Ut úr þokunni kom maður ríð- andi og bað Conn að koma með sér til bústaðar síns. Hann fór með þá uns þeir komu á víðan völl þar sem gullið tré óx. Þar var hús þrjátíu feta langt með mæniás úr hvítagulli. Þeir gengu inn og sáu þar mey á kristalstóli með gullkórónu á höfði. Fyrir framan hana var silfurkerald með hornum af gulli. Gullker stóð við hlið hennar og framan við hana var gullinn bolli. Þeir sáu huldukonunginn Fug þar líka í hásæti sínu, og aldrei sáu menn í Tara svo frábæran mann, segir sagan. Sagðist hann vera kominn úr ríki dauðra til að segja Conn hversu lengi hann mundi ríkja í Tara og afkomendur hans eftir hans dag. Þess má geta að konungur í Tara var yfirkonungur írlands. Síðan segir sagan: Mærin var Flaith Erenn, konungsveldi írlands („The sovranty of Ire- land“) og hún veitti Conn máltíð, eitt uxarif og eitt svínsrif. Uxarifið var tuttugu og fjögurra feta langt og átta fet voru frá rifsbug til jarðar. Svínsrifið var tólf feta langt en fimm fet frá bug til jarðar. Þegar mærin tók að skenkja ölið þá spurði hún hverjum ætti að skenkja hið rauða öl (derg flaith) og guðinn svaraði henni. Þegar hann hafði nefnt alla konunga eftir daga Conns, skráði skáldið Cesarn nöfnin með Ogam-letri á fjóra ýviðarstafi. Síðan létti þokunni og þeir voru aftur heima í Tara.9 Sama sagan er til í endursögn írska fræðimannsins O’Rahillys þar sem er öllu nákvæmara greint frá hvernig mærin fór að því að skenkja ölið og er ekki laust við að minni á lýsinguna í 140. erindi Hávamála („ok ek drykk of gat ins dýra mjaðar, ausinn Oðreri“). O’Rahilly endursegir söguna á þessa leið: I Baile in Scáil er hún sýnd sem kona með gullkórónu á höfði sitjandi í kristalstóli með kerald fullt af rauðum miði fyrir framan sig og úr því hellir hún drykk í gullbolla sem hún réttir síðan hverjum konungi írlands eftir röð.10
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.