Skírnir - 01.09.1988, Page 16
222
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
R. S. Loomis endursegir söguna um Sovereignty og Conn, sem
er örlítið frábrugðin gerðinni hjá O’Rahilly og svipar enn meir til
140. erindis Hávamála.11 Iþessari endursögnsögunnarersilfuráma
full af rauðu öli hjá Sovereignty en fyrir framan hana er ausa úr gulli
og gullbolli („with a silver vat full af red ale, and a golden ladle enda
a golden cup before her“). Þegar Sovereignty spyr hverjum eigi að
veita hið rauða öl eys hún ölinu í bollann. En „ausinn Oðreri“ í
140. erindi telur Finnur Jónsson að merki „ausinn úr Oðreri".
Vitanlega væri nauðsynlegt að bera frumgerðir írsku handrit-
anna saman við íslenska textann.
IV
Um fornkonunga Irlands segir írski fræðimaðurinn D. A. Binchy
„að þeir hafi upphaflega verið heilagar persónur, sem röktu ættir
sínar til áa af guðakyni og voru gæddir konungsvaldi sínu á dulúð-
ugan hátt með vígslusiðum sem áttu rætur í grárri forneskju".12
Hér er verið að lýsa hinu „helga konungdæmi“ sem tíðkaðist, að
því er virðist, með flestum þjóðum til forna. Sums staðar var litið
á konunginn sem guð, t. d. í Egyptalandi, annars staðar sem hálf-
guð eða goðkynjaða veru, nokkurs konar milligöngumann milli
guða og manna. Þetta guðlega eðli ákvarðaði líka hlutverk konungs
og örlög. Á dularfullan hátt var hann gerður ábyrgur fyrir árgæsku
og velferð þegnanna, og sviptur konungdómi eða jafnvel lífi ef
eitthvað fór úrskeiðis. Hér verður að gera langa sögu stutta því að
„hið heilaga konungdæmi“ er langt og flókið mál. I þessu sambandi
skiptir höfuðmáli að konungur var magnaður guðdómseðli sínu,
signaður guðdómnum, með sérstakri athöfn. I konungsvígslu fól-
ust athafnir sem táknuðu dauða og endurfæðingu, og jafnvel ný-
sköpun heimsins. Því var hún tengd áramótum í Indlandi og í
Austurlöndum. Drykkurinn sem konungur fékk við þessa athöfn
táknaði því ódáinsveig, sem var annars heims, oft í undirheimum.
Mennskur maður var endurborinn sem guð og konungur að
undangengnum táknrænum dauða og var oft gefið nýtt nafn.13
Skilja má mikilvægi „hins konunglega brúðkaups" af írskum
sögnum. Gæti konungur vísað til þess að hann væri giftur gyðjunni
(eða landinu) sannaði það rétt hans til ríkis. Eg hygg að ekki sé um