Skírnir - 01.09.1988, Page 17
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR
223
það deilt að heilagt konungdæmi hafi tíðkast með Germönum svo
sem með öðrum þjóðum. En erfiðlega hefur gengið að finna óyggj-
andi dæmi um konungsvígslur.
A Irlandi tala þó heimildir og sagnir skýru máli.
Vígslusiðirnir, konungsvígslan sem írski fræðimaðurinn Binchy
talar um, voru fólgnir í svonefndu banais rígi, konunglegu brúð-
kaupi, eða the wedding-feast of kingship eins og það er þýtt á ensku
og var táknræn gifting konungs og persónugervingar gyðju sem
nefnist Sovereignty í ensku máli og sögnum enflaith á írsku. Hún
er í raun gyðja landsins eða héraðsins sem konungurinn réð yfir.
Orðið flaith er orðaleikur og þýðir tvennt: annars vegar öl eða
mjöður, hins vegar vald eða valdhafi.14
Þetta „konunglega brúðkaup“ fór fram með þeim hætti að
gyðjan, drottinvaldið og landið persónugert, veitti vígsluþega
drykk ogsamrekkti honum. I írskum heimildum másjáleifarþess-
arar athafnar allt fram á 14. öld þar sem getið er að Fedlimid O
Conchobhair hafi gifst héraðinu Connacht.15
Með hliðsjón af frásögn Hávamála um Gunnlöðu er athyglisvert
að O’Rahilly og Mac Cana telja bæði atriðin, veitingu mjaðarins og
armlögin, kjarnann í goðsögum og sögnum um landsgyðjuna.
I írskum sögnum er mismunandi áhersla lögð á þessi tvö atriði,
stundum er annað þeirra í forgrunni og stundum hitt. I sumum
sögnum er þó aðeins annað atriðið fyrir hendi. I sögunni um Conn
hér að framan er einvörðungu drykkjarins getið. Fræðimaðurinn
Mac Cana, sem hefur rannsakað þessar sagnir ýtarlega, bendir á að
engin ástæða sé til að ætla að allar útgáfurnar geymi sama mynstur
í hverju smáatriði. Hann telur að um konunglegt brúðkaup sé að
ræða ef annað eða bæði atriðin eru fyrir hendi í réttu samhengi.
Hann bendir líka á að orðið banais í banais rígi geti vísað til beggja
atriðanna (í eldra máli: banfheiss, og þýddi orðið fess (feis) bæði að
sofa og sitja veislu).16
Sögnin í Hávamálum varðveitir bæði kjarnaatriðin óvenjuskýrt,
og þar er raunar í forgrunni sú staðhæfing að Gunnlöð gaf „drykk
ins dýra rnjaðar". Armlögin eru nefnd eins og þau væru sjálfsagð-
ur hlutur eða velþekkt áheyrendum. En um áhrif þess að gyðjan
lagði arm yfir hann er Óðinn öllu margmálli: