Skírnir - 01.09.1988, Page 21
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR
227
í fornum trúarbrögðum íra var sá heimur sem menn fluttust til
eftir dauðann, talinn vera í hólum, þ. e. a. s. hinum fornu grafhaug-
um (síd, ft. síde) eða einhvers staðar úti í hafi. Stundum var inn-
gangurinn í annan heim hellismunni.25 Guðir þessara trúarbragða
eru kenndir við gyðjuna Dönu og nefndir „Tuatha de Danann“,
þjóðir eða ættflokkar Dönu. Sagan segir að fólk Dönu hafi fallist á
að búa niðri í jörðinni þegar það var hrakið frá völdum á Irlandi.
Þetta er írska huldufólkið. Fornir grafhaugar standa enn sem vitn-
isburður um þá trú sem tengdist þessu huldufólki. Flaugar þessir
minna á „jættestuer“ á Norðurlöndum þar sem gengið er eða skrið-
ið inn um þröng göng sem opnast inn í hvelfdan steinsal.
Trú á gyðjuna tengdist jörðinni í bókstaflegri merkingu. Ekki er
ólíklegt að trúarbrögð norræns fólks til forna hafi tengst hólum og
að helgisiðir tengdir jarðartrú og endurfæðingu hafi þá farið fram í
tilbúnum hólum eða hellum svo sem ótal sagnaleifar eru um í Forn-
aldarsögum Norðurlanda og þjóðtrú. Um það verður auðvitað
ekki fullyrt en þungt vegur þó vitneskja um athöfn sem hélst fram
á söguöld. Menn gerðust fóstbræður með þeim hætti að rista upp
jörðina og ganga undir jarðarmen þar sem þeir vöktu sér blóð og
hrærðu saman við moldina.26 Þetta er augljós endurfæðingarathöfn
þar sem átrúnaður á jörðinni sem móður birtist í raunverulegu
formi athafnarinnar. Þegar menn gengu í fóstbræðralag var jörðin
ekki einungis tákn endurfæðingarinnar heldur og umgerð athafn-
arinnar, véið sjálft, raunverulegur móðurkviður.
I þessu sambandi má minna á frásögn Landnámu af Þórði gelli en
þar virðist vísað til einhvers konar vígsluathafnar: „Var (þar) þá gör
hörg, er blót tóku til; trúðu þeir því, at þeir dæi í hólana, ok þar var
Þórðr gellir leiddr í, áðr hann tók mannvirðing.“27
Með sanni mætti segja að helgisiður sem á sér stað í slíku jarðlegu
umhverfi gerist í jörðinni, undir yfirborði hennar. Því sé ekkert
eðlilegra en sá sem kæmi þaðan út með ker, segði að það væri upp
komið, þ. e. a. s. upp á yfirborðið.
Vitað er að helgistaðir til forna voru oft úti í eyjum. Dæmi eru
um Njarðar vé úti á eyjunni Njarðarlög, sem er úti fyrir vestur-
strönd Noregs og hefur með vissu verið talin heiðinn helgistaður.28
Oðrerir kom upp á alda vés jarðar. Alda gæti verið þolfall af orðinu
aldi og það er a. m. k. réttlætanlegt að velta þessu orði fyrir sér áður