Skírnir - 01.09.1988, Page 25
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR
231
í súmerískum texta sem lýsir konungskrýningu í Ishtar-hofi eru
veldistáknin, sprotinn og kórónan, kölluð gyðjur, gyðja veldis-
sprotans og gyðja kórónunnar, og hvíla þessi tákn á hásætum þar
til þau eru afhent konungi. Síðan er tekið fram að „hún“ hafi gefið
honum nýtt nafn.41
I norrænni goðafræði eru sól og birta tengd kvenkyns persón-
um, einkum jötnadætrum og valkyrjum auk vanadísa (Freyju). Ein
ásynjan ber nafnið Sól. Hliðskjálf Eddukvæðanna er hvorki í Val-
höll né er það einkasæti Oðins. I Eddukvæðunum eiga fleiri en Óð-
inn rétt til þessa hásætis: auk Freys í Skírnismálum situr þar Frigg,
æðst ásynja, svo sem segir í Grímnismálum, og sér of alla heima
ekki síður en Óðinn. Þótt engar afdráttarlausar sögur séu til um
sólargyðju í norrænni goðafræði er slóð hennar samt skýr í alþýðu-
sögnum og ævintýrum. Sól sú sem sagt er um í Vafþrúðnismálum
að úlfurinn gleypi („Eina dóttur/ berr alfröðull,/áðr hana fenrir
fari“) lifir enn á meðal okkar í sögunni af Rauðhettu, svo aðeins eitt
dæmi sé tekið.
Þegar hugað er að þessu til viðbótar því sem sagt er hér að framan
um Gunnlöðu og gullstólinn hygg ég að því verði vart á móti mælt
að gullstóllinn sé hásæti Gunnlaðar.
En bendir nafn Gunnlaðar til þess að hún hafi verið gyðja og eigi
heima í þessari sagnahefð?
I fljótu bragði gæti virst að (f)laith og löð væru skyld orð en ekki
hefur verið hægt að finna þess stað. Hins vegar er dæmi þess að
flaith hafi verið þýtt sem löð í nafni írsku drottningarinnar Corm-
flaith (merkir blátt vald) og er hún nefnd Kormlöð í Njáls sögu.42
Lýsingin á Kormlöðu í Njáls sögu kemur heim og saman við per-
sónugerð þessara gyðja þegar sagnahefðin hefur breytt þeim í
mennskar konur og skipað þeim í ákveðið sögulegt samhengi. Það
er því engu líkara en þýðandinn hafi greint skyldleika þessara
tveggja kvenna.
Löð merkir í fornu máli gestrisni, góðar viðtökur, gisting (skv.
Orðabók Menningarsjóðs) eða boð (indbydelse, skv. Lexicon Po-
eticum). Verður ekki annað fullyrt en síðari liður nafnsins sé við
hæfi þegar hafðar eru í huga þær stórkostlegu móttökur sem Óðinn
fékk hjá Gunnlöðu.
Margir fræðimenn telja nafn Gunnlaðar benda til þess að hún