Skírnir - 01.09.1988, Page 26
232 SVAVA JAKOBSDÓTTIR SKÍRNIR
hafi verið valkyrja fremur en gyðja. En um uppruna valkyrja er þó
ekki vitað.
Nöfn Sovereignty eru mörg eins og komið hefur fram enda er
hún í senn brúður, sú sem skenkir höfugan drykk og drykkurinn
sjálfur.43 Mac Cana telur að nafnið Sovereignty sé allegórísk
túlkun, komin til síðar og að upprunalega hafi konan með fórnar-
drykkinn verið hin guðdómlega móðir, Eriu, persónugerð. Sömu
skoðun lætur O’Rahilly í ljós.44 Hin mikla móðurgyðja var upp-
runalega alhliða og fjölhæf. Það var hlutverk hennar að vaka yfir
velferð lands og þjóðar þó að hún fæli konungi framkvæmdavaldið
á jörðinni. Upprunalega er hún hin mikla austurlenska gyðja sem
ræður yfir lífi og dauða og örlögum manna, hún er Inanna hin
volduga gyðja ljóss, lífs og styrjalda, hún er Ishtar og Astare, hún
er Lakshmi hin indverska. Það var ekki nema eitt af hlutverkum
hennar að helga manninn með armlögum sínum og því ástæðulaust
að krefjast af henni nafns sem bendi til frjósemisdýrkunar ein-
göngu. Sovereignty hin írska ber stundum sama nafn og landið eða
héraðið; hún dregur stundum nafn af miðinum eða hlutverki sínu
við vígsluna.
Hlutverk valkyrjanna voru líka mörg og ekki verður annað séð
en tákn, auðkenni og atferli valkyrjanna séu tekin að erfðum frá
lands- og konungsgyðjunni (Gunnlöðu) og mynstrið sé hið sama
þótt áherslur breytist. Valkyrjur voru yfirnáttúrulegar verur sem
fylgdu konungum og hetjum sem eiginkonur eða ástkonur.
Greinilegt er af Darraðarljóðum að valkyrjur voru taldar ráða ör-
lögum, en það var fornt hlutverk hinnar miklu móðurgyðju. Þá
mun og dæmi þess að valkyrja beri nafn lands síns eða þjóðar líkt
og hjá Irum, en talið er að Svava í Helgakviðu Hjörvarðssonar sé
kennd við Svavaland eða íbúa þess.45
Og konurnar sem voru hinn andlegi farvegur sálna milli heima í
norrænni goðafræði voru jötnadætur og valkyrjur. Þær réðu yfir
miðinum sem veitti ódauðleikann og valkyrjurnar voru sjálfar
endurbornar. Ef fylgt er ferli mjaðarins, kemur í ljós að það er ekki
Gunnlöð ein sem býður til „konunglegs brúðkaups“. Jötnadóttirin
Gerður í Skírnismálum og Sigurdrífa, valkyrja (Brynhildur), bjóða
báðar fram mjöð. I Skírnismálum eru „helg armlög“ augljós en í
Sigurdrífumálum eru þau falin í álagaminni svo sem síðar verður