Skírnir - 01.09.1988, Page 31
SKÍRNIR GUNNLÖÐ OG HINN DÝRI MJÖÐUR
237
tína við mánaskin. Síðan var hún þvegin í vatni og mjólk, leggir
jurtarinnar kramdir milli tveggja steina og vökvinn síaður í ker
áður en hann var blandaður vatni og mjólk og byggi.
Soma hét líka guðinn sem dýrkaður var við soma fórnarathöfn.
Við þá athöfn var honum sjálfum færður drykkurinn sem fórn.
Hann var því á þennan hátt guðinn sem gefinn var sjálfum sér.
Soma-fórnarathöfnin stóð í þrjá daga og þrjú voru kerin sem notuð
voru. Með tímanum varð guðinn soma mánaguðinn sjálfur og tíu
hvítir hestar drógu hann í vagni yfir himinhvolfið.
I soma-tilbeiðslunni tíðkuðust „helg armlög“. I þeirri athöfn var
soma allt í senn: Máninn, hin helga jurt og safinn eða drykkurinn.
Brúður hans var Surya, dóttir sólar.
Þjónustumeyjar Suryu voru tveir bragarhættir, brúðarkjóllinn
var skreyttur söngvum, hrynjandi eða bragarhættir voru kóróna
hennar og hárgreiðsla, himinn og jörð voru heimanmundur Suryu
þegar hún fór til brúðguma síns. Um brúðgumann er sagt að hann
sé sífellt nýr við hverja fæðingu (nýmáni) og útdeili hverjum guði
hlut, og mun þar átt við æviskeið eða tímann yfirleitt. Mér skilst að
þessi goðsögulega gifting sé enn í dag að einhverju leyti fyrirmynd
hjónavígslu á Indlandi.55
I Rig-Veda er soma fyrst og fremst tengdur Indra, hinum mikla
konungi og stríðshetju. Þar er að finna frásögn um giftingu Indra
og Apölu, dóttur sólar. Fræðimaðurinn Coomeraswamy telur þá
sögu í flokki álagasagna, hliðstæða írsku sögunum, þar sem „helg
armlög“ leysi allt úr læðingi.56 Eins og venjulega í þessum sögum er
það hún sem hefur frumkvæðið að kynnum þeirra. Hún hugsar
með sér:
Hvernig væri nú að giftast Indra? Mun hann ekki auka hagsæld
okkar, vinna fyrir okkur, auðga okkur? og hún ávarpar hann: „Þú
þarna, litla hetja." Hún færir honum soma sem hún hefur undir-
búið með því að tyggja það og biður hann að frjóvga þrjá staði: höf-
uð föður síns, akur hans og þann stað á sér sem sé fyrir neðan kvið.
Og Indra drekkur soma af vörum hennar. Síðan fer fram viss
hreinsunarathöfn sem er furðumerkileg og ekki ástæða til að lýsa
henni hér í smáatriðum en niðurstaða Coomeraswamy er sú að Ap-
ala, dóttir Sólar sé hér í slönguham og hreinsunarathöfnin tákni
hamskipti. Það leiðir af sjálfu að allt blómstraði á ný: skallinn á